Coloriage – Sýning eftir Serge Comte á MOKKA Kaffi frá 17. janúar til 27. febrúar 2019.
Coloriage Serge Comte opnar sýninguna Coloriage á Mokka 17. janúar. Þar sýnir hann hluta af verkum sem kallast Coloriages millimétrés en það eru blýantsmyndir teiknaðar á millímetrapappír. Fyrstu verkin urðu til árið 2007 þegar listamaðurinn dvaldi á Korsíku. Þetta er í fyrsta sinn sem verkin eru til sýnis á Íslandi. Sýningin stendur til 27. febrúar 2019.…