Madeleine Boucher
Madeleine Boucher er með meistaragráðu í frönsku fyrir útlendinga frá Charles de Gaulle Lille III háskóla í Frakklandi. Hún hefur kennt frönsku í Sankti Pétursborg (Rússlandi) og í Arequipa (Perú). Hún kennir börnum, unglingum og fullorðnum á öllum stigum í Alliance Française. Einnig er hún leikkona og hefur réttindi fyrir umsjón barna í frístundastarfi. Hún notar oft leiklist í kennslu sinni.
Adeline D'Hondt - Framkvæmdastýra
Adeleine lauk DEUST prófi í bókasafnsfræðum og stýrði í 11 ár sameiginlegu margmiðlunarsafni nokkurra sveitarfélaga í nágrenni Amiens. Þar kviknaði áhugi hennar á frönskukennslu fyrir útlendinga og hún lauk prófi í þeim fræðum. Fyrst í stað sá hún um kennslu útlendinga sem nýkomnir voru til Frakklands á vegum félagsskapar í Amiens, en árið 2012 hélt hún af landi brott, til Bandaríkjanna. Þar sá hún um frönskukennslu fyrir börn hjá Language Stars í nágrenni Washingtonborgar. Árið 2013 varð hún kennari hjá Alliance Française í Washington og tók þar fljótlega við stjórn á barnadeildinni og stýrði henni af mikilli gleði og kappi.
Hún hefur stýrt starfsemi Alliance française í Reykjavík síðan í september 2020.
Florent Gast - Umsjónarmaður
Florent er með háskólagráðu í ensku og með meistaragráðu í kennslufræði. Hann hefur sérhæft sig í að kenna frönsku fyrir útlendinga. Hann hóf störf hjá Alliance française í Reykjavík árið 2013 þegar hann kom sem starfsnemi vegna meistaranáms í málvísindum. Hann er með kennsluréttindi frá menntamálaráðuneytinu til að kenna frönsku og ensku í framhaldsskólum. Hann kennir frönsku við Menntaskólann í Reykjavík samhlíða starfinu sínu í Alliance Française. Florent stundaði líka nám í íslensku fyrir útlendinga í Háskóla Íslands.
Antoine Méra
Margot Pichon
Marc Portal
Marc er með gráðu í íslensku og frönsku fyrir útlendinga og í kennslufræði frá Háskóla Íslands og hefur kennt frönsku hjá Alliance française í Reykjavík síðan 1989. Hann hefur einnig kennt frönsku í menntaskólum á Íslandi. Hann er með kennsluréttindi frá menntamálaráðuneytinu til að kenna frönsku og spænsku í grunnskólum og í framhaldsskólum.
Apolline Royo
Clara Salducci
Clara kemur frá Cannes og hefur starfað fyrir Alliance française í Reykjavík síðan í September 2015. Hún kennir frönsku og franskar bókmenntir hjá félaginu. Einnig hefur hún starfað við kvikmyndagerð.
Nermine El Ansari
Jessica Devergnies-Wastraete
Jessica útskrifaðist með meistaragráðu í þýðingum frá l’Institut Supérieur de Traducteurs et Interprètes í Brussel. Síðan kenndi hún fullorðnum ensku, spænsku og frönsku, og öðlaðist kennsluréttindi. Hún er einnig með BA gráðu í íslensku sem öðru máli frá Háskóla Íslands og lýkur um þessar mundir BA í ítölsku við sama háskóla. Jessica starfar líka hjá Borgarbókasafninu og sem sjálfstætt starfandi þýðandi og túlkur.
Bergrós Ásgeirsdóttir
Hún er með prófgráðu frá Háskóla Íslands og bjó í meira en 20 ár í Frakklandi. Hún hefur kennt frönsku í Menntaskólanum í Kópavogi og í Alliance Francaise í Reykjavík síðan 1998.
Mathilde Garaboux
(þýðing í vinnslu) Mathilde Garaboux est une jeune enseignante, du premier degré, ayant réussi son CRPE (Concours de Recrutement de Professeur des Écoles) en 2016 en France. En 2017, elle a également obtenu son diplôme de master des métiers de l’enseignement, de l’éducation et de la formation. Par ailleurs, Mathilde est la créatrice de la marque „koki de kafé“ qui propose des accessoires et des bijoux fabriqués avec des objets recyclés.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
Hrafnhildur er frönskukennari að mennt. Hún kenndi í framhaldsskólum í Reykjavík í rúm 20 ár. Hún kenndi líka í Alliance Française í Reykjavík á tíunda áratugnum. Hrafnhildur hefur síðastliðin þrjú ár kennt byrjendum sem undirbúa ferðalag til Frakklands á stuttum vornámskeiðum hjá Alliance Française í Reykjavík. Hún er einnig með mastersgráðu í þýðingafræði frá Háskóla Íslands og hefur lítillega fengist við þýðingar. Síðastliðin ár hefur Hrafnhildur unnið á ferðaskrifstofu.
Stéphanie User
Stéphanie er með gráðu í ensku og frönsku fyrir útlendinga frá Nice. Hún er með gráðu í PGCE sem er sérhæfð menntun í kennslufræðum í tungumálum. Hún bjó um árabil á Bretlandi þar sem hún kenndi frönsku í grunnskóla. Hún hefur búið á Íslandi síðan 2014 og kennir við Landakotsskóla ásamt því að stunda meistaranám í kennslufræðum í Háskóla íslands. Stéphanie hefur kennt börnum frönsku hjá Alliance française í Reykjavík síðan árið 2016, en er í barneignaleyfi sem stendur.