Kvölin – Emmanuel Finkiel

Kvölin eftir Emmanuel Finkiel Drama, enskur texti. Eftir skáldsögu Marguerite Duras. 2018, 126 mín. Leikarar: Mélanie Thierry, Benoît Magimel, Benjamin Biolay. París í júní 1944. Robert Antelme, forystumaður í andspyrnuhreyfingunni, er handtekinn og fluttur úr landi. Eiginkona hans, Marguerite, er rithöfundur og liðsmaður í hreyfingunni. Hún þarf að kljást við óttann um að heyra ekki…

Lýðurinn og konungur hans – Pierre Schoeller

Lýðurinn og konungur hans eftir Pierre Schoeller Drama/sagnfræði, íslenskur texti. 2017, 121 mín. Leikarar: Gaspard Ulliel, Louis Garrel, Adèle Haenel, Céline Sallette, Laurent Lafitte. Árið 1789 gerir lýðurinn uppreisn. Örlög almúgakarla og kvenna og sögufrægra persóna fléttast saman. Og þungamiðja sögunnar er afdrif konungsins og koma lýðveldisins. Myndin hreppti verðlaunin á pólitísku kvikmyndahátíðinni í Porto…

Að synda eða sökkva – Gilles Lellouche

Að synda eða sökkva eftir Gilles Lellouche Gamanmynd, íslenskur texti. 2018, 122 mín. Leikarar: Benoît Poelvoorde, Philippe Katerine, Guillaume Canet, Marina Foïs, Leïla Bekhti  et Virginie Efira. Átta karlar á ýmsum aldri, með skipbrot af öllu tagi á bak við sig, fá aftur trú á lífið þegar þeir æfa samhæft sund undir handleiðslu tveggja fyrrum…

Coloriage – Sýning eftir Serge Comte á MOKKA Kaffi frá 17. janúar til 27. febrúar 2019.

Coloriage Serge Comte opnar sýninguna Coloriage á Mokka 17. janúar.  Þar sýnir hann hluta af verkum sem kallast Coloriages millimétrés en það eru blýantsmyndir teiknaðar á millímetrapappír. Fyrstu verkin urðu til árið 2007 þegar listamaðurinn dvaldi á Korsíku. Þetta er í fyrsta sinn sem verkin eru til sýnis á Íslandi. Sýningin stendur til 27. febrúar 2019.…

Spurningakeppni á frönsku um franska matgerðarlist

Alliance Française í Reykjavík og sendiráð Frakklands á Íslandi bjóða upp á spurningakeppni á frönsku um franska matgerðarlist laugardaginn 24. nóvember kl.14. Sirka 40 spurningar verða í boði og spurningarkeppnið tekur sirka 45 mín. Vinsamlegast komið með snjallsíma, spjaldtölvu eða fartölvu sem þið notið sem fjarstýringu. VIÐBURÐURINN VERÐUR Á FRÖNSKU.

Pikknikk með réttum úr franskri heimilismatseld – 24. nóvember 2018

Í tilefni af hátíðinni « Keimur », bjóða sendiráð Frakklands á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík upp á pikknikk með réttum úr franskri heimilismatseld í samstarfi við Hagkaup. Viðburðurinn verður laugardaginn 24. nóvember 2018 frá kl. 11 til kl. 14 í Alliance Française í Reykjavík. Þátttakendur láta gesti Alliance Française í Reykjavík smakka uppáhalds réttina sína.…

Hvalreki – sýning eftir M.i.n.u.i.t frá 8. til 10. nóvember 2018

Hvalreki Sýning eftir M.i.n.u.i.t Opnun 8. nóvember 2018, kl.18. Sýning frá 8. til 10. nóvember 2018.   Hvalreki er niðurstaða rannsóknarverkefnis í kjölfar gestavinnustofu Listastofunnar sem Alliance Française í Reykjavík, Franska sendiráðið á Íslandi og Icelandair styðja. Candice Quédec öðru nafni M.i.n.u.i.t vildi rannsaka tengsl á milli manna, landslags og hvala. Hana langar að deila hluta…

Keimur 2018

„Keimur 2018“ Dagana 2. – 24. nóvember bjóða Alliance Française í Reykjavík og sendiráð Frakklands á Íslandi, í samstarfi við Hagkaup, í annað skiptið upp á hátíð fyrir bragðlaukana sem nefnist Keimur. Hátíðin er helguð franskri matgerðarlist og í þetta skipti sérstaklega kökugerð. Meðal annars dvelst Jacquy Pfeiffer nokkra daga á landinu. Hann er meistari…