Frönskunámskeið fyrir frönskumælandi börn (franska sem móðurmál eða franska sem annað mál)

Frönskunámskeiðin fyrir frönskumælandi börn eru eingöngu ætluð fyrir börn og unglinga sem uppfylla eftirfarandi:

  • barn sem hefur verið í skóla í frönskumælandi landi
  • barn sem hefur frönskumælandi foreldri og sem talar daglega frönsku heima
  • barn sem getur staðist B2 stig í talmáli (að tala og skilja)

Börn frá Íslandi (eða frá öðrum löndum) sem hafa ágætt vald (sem jafnast á við B2 að lágmarki) á frönsku í talmáli geta skráð sig á frönskunámskeið fyrir frönskumælandi börn. Börn frakka sem geta ekki ennþá talað frönsku eða sem eru að læra að tala frönsku geta skráð sig í frönskunámskeið fyrir börn sem eru ekki frönskumælandi til þess að geta bætt frönskuna sín.

Þjóðerni barna skiptir ekki máli við skráningu í frönskunámskeið heldur aðeins geta þeirra í talmáli og skilningi.

Vinsamlegast hafið samband við okkur til að fá frönskukunnáttu barns metið og til að fá ráðgjöf.

Frönskunámskeiðin fyrir frönskumælandi börn (franska sem móðurmál eða franska sem annað mál) verða kennd í samræmi við eftirfarandi:

  • Þau eru kennd samkvæmt skólastigi og samkvæmt aldri barnanna, í samræmi við skólastig eins og þau eru metin af franska menntaráðuneytinu.
  • Aðalmarkmið námskeiðanna er að lesa og skrifa á frönsku.
  • Kennsluáætlun námskeiðanna er hönnuð samkvæmt kennsluáætlun frá franska menntaráðuneytinu ásamt kennsluáætlun á hugvísindasviði (bókmenntir og menning).
  • Að loknum námskeiðunum stendur börnum til boða að taka DELF Junior samkvæmt stigi þeirra í ritmáli (að skilja texta og að skrifa). Franska í talmáli er líka metin þrátt fyrir að barnið sé þegar frönskumælandi í fyrstu stigum (A1-A2).
CYCLE 0

til 3 ára

CYCLE 1

3 til 6 ára

CYCLE 2

6 til 8 ára

CYCLE 3

9 til 11 ára

CYCLE 4

12 til 14 ára

CYCLE 5

15 ára og upp úr

Cycle 0 - Maternelles (til 3 ára)

Þetta námskeið hefur það markmið að efla og að auðga frönsku í talmáli með því að bjóða upp á skemmtileg verkefni og æfingar fyrir ung börn: tónlist, leikir, sögur o.s.frv.

La petite classe (til 3 ára aldurs) – fimmtudaga kl. 16:25 – 16:55

La petite classe er ætlað börnum til 3 ára aldurs. Þetta er stig til þess að þroska talmál. Þetta námskeið hefur það markmið á að láta börnin uppgötva frönsku með því að bjóða upp á skemmtileg verkefni og æfingar fyrir ungabörn: tónlist, leikir, sögur o.s.frv.

Í vinnslu

Cycle 1 : les maternelles (3 til 6 ára börn)

Þessi námskeið « Les maternelles – Cycle 1 » eru fyrir börn frá 3 til 6 ára aldurs. Aðalmarkmið er að uppgötva frönsku í talmáli. Börnin uppgötva líka frönsku í skrifmáli stig af stigi.

La Maternelle 1 (3 til 4 ára aldurs) – þriðjudaga kl. 16:15 – 17:00

La maternelle 1 er ætlað börnum frá 3 ára til 4 ára aldurs. Það er stig til þess að þroska talmál. Þetta námskeið hefur það markmið að efla og að auðga frönsku í talmáli með því að bjóða upp á skemmtileg verkefni og æfingar fyrir ung börn: tónlist, leikir, sögur o.s.frv.

Í vinnslu

La Maternelle 2 (4 til 5 ára aldurs) – fimmtudaga kl. 17:00 – 17:45

La maternelle 2 er ætlað börnum frá 4 til 5 ára aldurs. Það er stig til þess að þroska talmál og byrja smátt og smátt að uppgötva frönsku sem skrifmál. Þetta námskeið er áframhald kennslunnar í Maternelle 1. Börnin halda áfram að uppgötva nýjan orðaforða og formgerð tungumálsins í talmáli. Þau kynnast líka stig af stigi nokkrum orðum í skrifmáli. Tímarnir eru hannaðir í kringum þemu til að láta börnin taka þátt í mörgum þroskandi og skemmtilegum verkefnum.

Í vinnslu

La Maternelle 3 (5 til 6 ára aldurs) – miðvikudaga kl. 17:00 – 17:45

La maternelle 3 er ætlað börnum frá 5 til 6 ára aldurs. Það er stig til þess að þroska talmál og byrja smátt og smátt að uppgötva frönsku sem skrifmál. Þetta námskeið er áframhald kennslunnar í Maternelle 1 og 2. Börnin halda áfram að uppgötva nýjan orðaforða og formgerð tungumálsins í talmáli. Þau kynnast líka stig af stigi nokkrum orðum í skrifmáli. Tímarnir eru hannaðir í kringum þemu til að láta börnin taka þátt í mörgum þroskandi og skemmtilegum verkefnum.

Í vinnslu

Cycle 2 (6 til 8 ára aldurs)

Þessi tvö námskeið í Cycle 2 eru ætluð börnum frá 6 til 8 ára aldurs. Þau eru byrjuð í grunnskóla á Íslandi (þau eru byrjuð að læra að lesa og að skrifa íslensku í skólanum á Íslandi). Þessi námskeið eru framhald af Maternelle. Þetta stig hefur það að markmiði að efla kunnáttu í frönsku í talmáli og að kenna að skrifa og lesa á frönsku.

Classe 2.1 (6 til 7 ára aldurs) – mánudaga kl. 16:00 – 17:00

Námskeið 1 í Cycle 2 eflir kunnáttu í talmáli og býður nemendum upp á að læra að skrifa og lesa á frönsku. Þetta stig er inngangur að skrift og lestri í frönsku. Kennarinn hjálpar nemendunum með því að stýra og aðstoða við hreyfingu fyrstu skriftar. Nemendurnir læra að endurskrifa og muna orð, síðan stutta texta. Þeir byrja með því að þylja upp og svo að endurskrifa textana. Nemendur læra líka að lesa á frönsku.

Í vinnslu

Classe 2.2 (7 til 8 ára aldurs) – þriðjudaga kl. 17:00 – 18:00

Námskeið 2 í Cycle 2 eflir kunnáttu í talmáli og býður nemendum upp á að læra að skrifa og lesa á frönsku. Þetta stig er inngangur að skrift og lestri í frönsku. Kennarinn hjálpar nemendunum með því að stýra og aðstoða við hreyfingu fyrstu skriftar. Nemendurnir læra að endurskrifa og muna orð, síðan stutta texta. Þeir byrja með því að þylja upp og svo að endurskrifa textana. Nemendur læra líka að lesa á frönsku.

Í vinnslu

Classe 2.3 (7 til 8 ára aldurs) – mánudaga kl. 16:00 – 17:00

Námskeið 3 í Cycle 2 er framhald kennslunnar í námskeiði 2. Því er ætlað að efla kunnáttu í skrifmáli. Þetta stig er efling skriftar og lestrar í frönsku. Nemendur bæta getu sína í talmáli og skrifmáli: að leggja á minnið stafsetningu, að lesa og skrifa fjölbreytta texta o.s.frv. Nemendurnir efli áhuga sinn á textum og bókmenntum. Þetta námskeið býður nemendunum upp á mörg þroskandi og skemmtileg verkefni sem efla námið í frönsku með því að skrifa, að lesa, að tala og að skilja talmál.

Í vinnslu

Cycle 3 (9 til 11 ára aldurs)

Þessi tvö námskeið í Cycle 3 eru ætluð börnum frá 9 til 11 ára aldurs. Þau eru nemendur í grunnskóla á Íslandi (þau læra að lesa og skrifa íslensku í skólanum á Íslandi). Cycle 3 er framhald kennslunnar í Cycle 2. Þetta stig hefur það markmið að efla skriftina og lesturinn á frönsku. Nemendurnir ná sjálfstæðum tökum á frönsku í skrifmáli.

Classe 3.1 (8 til 10 ára aldurs) – miðvikudaga kl. 15:30-16:30

Námskeið 1 í Cycle 3 hefur það markmið að bæta kunnáttu Cycle 2 til að lesa og skrifa frönsku. Nemendurnir ná sjálfstæðum tökum á tungumálinu. Þetta stig er til að efla kunnáttu í skrift og lestri. Nemendur læra sjálfstætt að lesa texta. Þeir æfa sig á að lesa hátt og skýrt og líka í hljóði. Þeir læra að skrifa greinargóða og vel uppbyggða texta, að skrifa skýrt með réttri starfsetningu og réttri málfræði í frönsku. Þeir læra að greina tungumálið til þess að geta bætt við kunnáttu sína í málfræði, beygingu sagna og stafsetningu. Á þessu námskeiði er boðið upp á að lesa og greina sígildar bókmenntir.

Í vinnslu

Classe 3.2 (8 til 10 ára aldurs) – þriðjudaga kl. 15:30 – 16:30

Námskeið 2 í Cycle 3 hefur það markmið að bæta við kunnáttu úr námskeiði 1. Nemendurnir ná sjálfstæðum tökum á tungumálinu. Þetta stig hefur það markmið að efla skriftina og lesturinn á frönsku. Nemendur læra sjálfstætt að lesa texta. Þeir æfa sig á að lesa hátt og skýrt og líka í hljóði. Þeir læra að skrifa greinargóða og vel uppbyggða texta, að skrifa skýrt með réttri starfsetningu og réttri málfræði í frönsku. Þeir læra að greina tungumálið til þess að geta bætt við kunnáttu sína í málfræði, beygingu sagna og stafsetningu.

Í vinnslu

Cycle 4 (12 til 14 ára aldurs)

Cycle 4 er ætlað unglingum frá 12 til 14 ára aldurs. Þau eru nemendur í grunnskóla á Íslandi (þau lesa og skrifa íslensku í skólanum á Íslandi). Cycle 4 er framhald af Cycle 3. Það verður líka þverfaglega kennsla í bókmenntum, landafræði og sagnfræði. Þau efla sjálfstæð tök í að greina texta á frönsku. Þetta stig hefur það markmið að veita sjálfstæði í skrift og lestri á frönsku.

Classe 4.1 (12 til 14 ára aldurs) – þriðjudaga kl. 16:30-17:30

Námskeiðið 1 í Cycle 4 hefur það markmið að bæta kunnáttu Cycle 3. Nemendurnir byrja hér að greina bókmenntatexta og uppgötva landafræði og sagnfræði til þess að dýpka kunnáttuna í frönsku. Það stig er til að dýpka frönskukunnáttu. Nemendur læra að nota frönsku sem skrifmál við ólíkar aðstæður og í fjölbreyttum tilgangi. Þeir bæta þekkingu sína í að skrifa vandaða texta á frönsku. Þverfaglega kennslan (bókmenntir, landafræði og sagnfræði) hefur það markmið að dýpka enn frekar frönskugetu nemenda. Á þessu námskeiði er boðið upp á að lesa og greina sígildar bókmenntir. Á námskeiðinu er einnig lítillega farið í sagnfræði og landafræði.

Í vinnslu

Classe 4.2 (12 til 14 ára aldurs) – miðvikudaga kl. 16:30-17:30

Námskeiðið 2 í Cycle 4 hefur það markmið að bæta kunnáttu Cycle 3. Nemendurnir byrja hér að greina bókmenntatexta og uppgötva landafræði og sagnfræði til þess að dýpka kunnáttuna í frönsku. Það stig er til að dýpka frönskukunnáttu. Nemendur læra að nota frönsku sem skrifmál við ólíkar aðstæður og í fjölbreyttum tilgangi. Þeir bæta þekkingu sína í að skrifa vandaða texta á frönsku. Þverfaglega kennslan (bókmenntir, landafræði og sagnfræði) hefur það markmið að dýpka enn frekar frönskugetu nemenda. Á þessu námskeiði er boðið upp á að lesa og greina sígildar bókmenntir. Á námskeiðinu er einnig lítillega farið í sagnfræði og landafræði.

Í vinnslu

Cycle 5 (15 ára og upp úr)

Cycle 5 er ætlað unglingum frá 15 ára aldurs og upp úr. Þau eru nemendur í grunn- eða framhaldsskóla á Íslandi (þau lesa og skrifa íslensku í skólanum á Íslandi). Cycle 5 er framhald af Cycle 4. Það verður líka þverfaglega kennsla í bókmenntum, landafræði og sagnfræði. Með sjálfstæðum vinnubrögðum læra nemendur að greina franska texta (in a rational way) og fjalla á gagnrýnin hátt um þá. Þetta stig hefur það markmið að veita sjálfstæði í skrift og lestri á frönsku. Þetta stig er til þess að byggja upp sjálfstæði við að greina og gagnrýna texta á frönsku. Því er einnig ætlað að dýpka bókmennta- og menningarþekkingu nemenda.

Classe 5.1 (frá 15 ára) – fimmtudaga kl. 16:30 – 18:00

Námskeiðið 1 í Cycle 5 hefur það markmið að bæta kunnáttu Cycle 4. Nemendurnir byrja hér að greina bókmenntatexta og uppgötva landafræði og sagnfræði til þess að dýpka kunnáttuna í frönsku. Það stig er til að dýpka frönskukunnáttu. Nemendur læra að nota frönsku sem skrifmál við ólíkar aðstæður og í fjölbreyttum tilgangi. Þeir bæta þekkingu sína í að skrifa vandaða texta á frönsku. Þverfaglega kennslan (bókmenntir, landafræði og sagnfræði) hefur það markmið að dýpka enn frekar frönskugetu nemenda. Á þessu námskeiði er boðið upp á að lesa og greina sígildar bókmenntir. Á námskeiðinu er einnig lítillega farið í sagnfræði og landafræði.

Í vinnslu