Frönskunámskeiðin fyrir frönskumælandi börn eru eingöngu ætluð fyrir börn og unglinga sem uppfylla eftirfarandi:

  • barn sem hefur verið í skóla í frönskumælandi landi
  • barn sem hefur frönskumælandi foreldri og sem talar daglega frönsku heima
  • barn sem getur staðist B2 stig í talmáli frá 11 ára (að tala og skilja)

Börn frá Íslandi (eða frá öðrum löndum) sem hafa ágætt vald (sem jafnast á við B2 að lágmarki frá 11 ára) á frönsku í talmáli geta skráð sig á frönskunámskeið fyrir frönskumælandi börn. Börn frakka sem geta ekki ennþá talað frönsku eða sem eru að læra að tala frönsku geta skráð sig í frönskunámskeið fyrir börn sem eru ekki frönskumælandi til þess að geta bætt frönskuna sín.

Þjóðerni barna skiptir ekki máli við skráningu í frönskunámskeið heldur aðeins geta þeirra í talmáli og skilningi.

Vinsamlega pantið tíma hér til að láta barnið fara í ókeypis stöðupróf á staðnum.

Frönskunámskeiðin fyrir frönskumælandi börn (franska sem móðurmál eða franska sem annað mál) verða kennd í samræmi við eftirfarandi:

  • Þau eru kennd samkvæmt skólastigi og samkvæmt aldri barnanna, í samræmi við skólastig eins og þau eru metin af franska menntaráðuneytinu.
  • Aðalmarkmið námskeiðanna er að lesa og skrifa á frönsku.
  • Kennsluáætlun námskeiðanna er hönnuð samkvæmt kennsluáætlun frá franska menntaráðuneytinu ásamt kennsluáætlun á hugvísindasviði (bókmenntir og menning).

Cycle 2 (6-10 ára)

Læra að lesa og skrifa

Cycle 3 (10-13 ára)

Styrking í lestri og uppgötvun uppbyggingu tungumálsins

Cycle 4 (13-16 ára)

Styrking í lestri og í uppbyggingu tungumálsins

Cycle 5 (16 ára +)

Sjálfbjarga á tungumálinu