Jólastemning laugardaginn 2. desember 2023 kl. 15-18

Alliance Française í Reykjavík býður ykkur öllum að enda árið með jólastemningu fyrir alla laugardaginn 3. desember 2023 kl. 15:00-18:00 Alliance Française býður upp á jólaglögg, kókómjólk og safa. Hikið ekki við að koma með kökur, sælgæti, mandarínur o.s.frv til að deila með öðrum. Takið þátt í tombólu þennan dag. Vinningurinn er jólatré frá Brynjudal…

„Woman / Women“ – Ljósmyndasýning frá 1. til og með 20. desember 2023

Sýningin samanstendur af myndum tengdum kvikmyndinni WOMAN, heimildamynd sem ljáir tvö þúsund konum rödd í 50 mismunandi löndum. Leikstjórarnir Anastasia Mikova og Yann Arthus-Bertrand ferðuðust um heiminn til að reyna að skilja hvað það þýðir að vera kona í heiminum í dag. WOMAN byggir á vitnisburði myndavélarinnar og fjallar um fjölbreytt viðfangsefni líkt og móðurhlutverkið,…

„The Night of the 12th“ – frumsýning og pallborð laugardaginn 25. nóvember 2023 kl. 14 í Bíó Paradís

„The Night of the 12th“ – frumsýning og pallborð Þann 25. nóvember verður alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum. Af því tilefni gengur Alliance Française í Reykjavík til liðs við sendiráð Frakklands á Íslandi, Bíó Paradís og Kvenréttindafélag Íslands til að bjóða ykkur upp á ókeypis frumsýningu bíómyndarinnar „The Night of the 12“ eftir Dominik…

Spilaklúbbur á frönsku í Spilavinum föstudaginn 24. nóvember 2023 kl. 19-21

Skemmtið ykkur á frönsku! Spilaklúbburinn er mánaðarlegur viðburður fyrir frönskumælandi eða fyrir þá sem tala þegar smá frönsku. Þetta er notaleg fjölskyldustund fyrir börn frá 8 ára og fullorðna. Klúbburinn er í umsjón Héloïse sem mun bjóða ykkur upp á úrval af fjölbreyttum borðspilum. Hægt verður að bjóða upp á mismunandi leiki ef hópurinn er…

Smökkunarkvöld – matur og drykkur frá Nice þriðjudaginn 21. nóvember 2023 kl. 19:30

Smökkunarkvöld – matur og drykkur frá Nice Í tilefni af hátíðinni Keimur 2023 og með atbeina sendiráðs Frakklands á Íslandi og borgarinnar Nice býður Alliance Française í Reykjavík upp á kvöld tileinkað mat og drykk frá Nice í viðurvist kokksins Luc Salsedo sem kemur í heimsókn á Íslandi til að kynna matarvörurnar sínar. Kjulingabaunaflögur, ávaxtahlaup, ólífuolía,…

Novembre Numérique fyrir börn – Þrjú rafræn listaverk laugardaginn 18. nóvember 2023 kl. 14-17

Novembre Numérique – Þrjú rafræn listaverk Alliance Française í Reykjavík, í samstarfi við Institut Français og sendiráð Frakklands á Íslandi býður ykkur að uppgötva þrjú stafræn verk fyrir börn í tilefni af Novembre numérique. Labyrinth City : tölvuleikur sem þátttakendur geta spilað á staðnum. Z United : höfundar stafrænu manga myndasögunnar Z United tala um verkið…

Novembre Numérique – Þrjú rafræn listaverk laugardaginn 11. nóvember 2023 kl. 17:30-19:00

Novembre Numérique – Þrjú rafræn listaverk Alliance Française í Reykjavík, í samstarfi við Institut Français og sendiráð Frakklands á Íslandi býður ykkur að uppgötva þrjú stafræn verk í tilefni af Novembre numérique. Tölvuleikur Swim Out Acqua Alta pop-up bókin í gagnauknum veruleika (AR) Í leit að Notre-Dame hljóðupplifun Kokkteill verður í boði. Ókeypis. laugardaginn 11. nóvember kl. 17:30-19:00 Alliance…

Örtónleikar og kynning með Sergueï Spoutnik föstudaginn 10. nóvember 2023 kl. 18:30-20:30

Örtónleikar og kynning með Sergueï Spoutnik Alliance Française býður upp á skiptivinnudvöl fyrir tónlistarfólk í samstarfi við sendiráð Frakklands á Íslandi, Tónlistarborgin Reykjavík, Mengi, Iceland Music (Útón) og Trempo. Sergei Spútnik er tónlistarmaðurinn frá Le Mans sem valinn var til að dvelja í Reykjavík frá 27. október til og með 16. nóvember og mun taka…

Úkraínsk kvikmyndadagskrá 9. og 10. nóvember 2023 í Norræna húsinu

Úkraínsk kvikmyndadagskrá Í samstöðu með úkraínsku kvikmyndagerðarmönnunum kynnir Institut français úrval úkraínskra samtímamynda sem ætlaðar eru ókeypis sýningum á alþjóðavettvangi, fyrir 2023 og 2024. Þessar myndir sýna lífskraft úkraínska kvikmyndaiðnaðarins undanfarin tíu ár, þar sem hann hefur hlotið vaxandi viðurkenningu kl. virtar erlendar hátíðir eins og Cannes og Berlín. Umsjón með dagskránni er Yuliia Saphia.…

Sólveigar Anspach verðlaunin 2024

Nú er opið fyrir skráningar í stuttmyndakeppni Sólveigar Anspach 2024. Lokað verður fyrir skráningar þann 29. október 2023 Markmið stuttmyndasamkeppni Sólveigar Anspach er að heiðra stuttmyndir sem leikstýrt er af frönskum eða frönskumælandi / íslenskum eða íslenskumælandi konum, en um leið að styðja við frumlega kvikmyndagerð kvenna. Skilyrði fyrir þátttöku eru eftirfarandi: að leikstjóri stuttmyndarinnar…