Alliance Française í Reykjavík býður upp á stöðupróf í frönsku sem erlendu máli til að meta hæfni í tungumálinu, allt frá fyrstu stigum námsins að efri stigum:
-
- DELF : vottorð um nám í franskri tungu (A1, A2, B1, B2)
- DALF : vottorð um ítarlegra nám í franskri tungu (C1, C2)
Vottorð þessi eru:
-
- löguð að öllum aldurshópum: börnum, unglingum og fullorðnum.
- felld að hinum 6 stigum Evrópska viðmiðunarrammans í tungumálakunnáttu: A1, A2, B1, B2, C1, C2.
- óháð: hvert og eitt metur vald á hinum fjórum hæfniþáttum tungumálsins:
-
- skilningur á töluðu máli
- skilningur á rituðu máli
- skrifleg tjáning
- munnleg tjáning.
-
- með ótakmarkaðan gildistíma.
- eru sjálfstæð og óháð: próftakinn getur skráð sig beint í það próf sem hann/hún velur í ljósi stöðu sinnar í tungumálinu.