- 1. Skráningarskilmálar á námskeið
Skilmálar þessir gilda milli Alliance française í Reykjavík og þátttakenda í námskeiðum í öllum tilfellum nema um annað hafi verið sérstaklega samið skriflega. Við skráningu þá samþykkir þátttakandi almenna skilmála sem eiga við alla nemendur á námskeiðum Alliance française.
- 2. Aldurstakmark
Til þess að skrá sig í tíma og á námskeið ætluð fullorðnum hjá Alliance française þá verður þátttakandi að hafa náð 18 ára aldri.
Í undantekningartilfellum má nemandi sem hefur náð 16 ára aldri skrá sig óski hann sérstaklega eftir því að því tilskyldu að hann hafi þá tungumálakunnáttu sem þarf til að taka þátt í námskeiðinu.
Lágmarksaldur þátttakenda í námskeiðum fyrir leikskólabörn (La maternelle) er 3ja ára. Yngsta stig (La petite classe) er ætlað 2ja og 3ja ára börnum.
- 3. Skráningarskilmálar
Það eru engin skráningargjöld hjá alliance française, en hins vegar eru þátttakendur hvattir til að kaupa sér aðild að félaginu á afsláttarverði. Skráning á námskeið veitir þátttakendum ekki sjálfkrafa aðild að félaginu.
Við skráningu á námskeið samþykkir umsækjandi greiðslu á námskeiðsgjaldi.
Þátttakendur verða að útvega sér sjálfir námsgögn og námsbækur eru ekki innifaldar í námskeiðsgjöldum.
Allir byrjendur verða að skrá sig á námskeið á stigi A1.1 Þeir nemendur sem hafa þegar lært einhverja frönsku verða að taka stöðupróf áður en þeir velja námsstig, sér að kostnaðarlausu. Nemendur alliance française í Reykjavík geta skráð sig á framhaldsnámskeið án þess að taka stöðuprófið.
- 4. Höfnun skráningar
Alliance française í Reykjavík áskilur sér rétt til að hafna nemanda sem hefur skráð sig í námskeið, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem viðkomandi hefur sýnt af sér óviðeigandi hegðun sem stríðir á móti reglum félagsins.
- 5. Forföll og endurgreiðsla
Þátttakandi getur afturkallað skráningu sína áður en námskeiðið hefst án þess að greiða forfallagjald með því að senda tölvupóst að minnsta kosti 5 daga áður en námskeiðið hefst.
Þátttakandi getur þá:
- frestað þátttöku í námskeiðinu án aukagjalds. Viðkomandi greiðir aðeins aukalega ef námskeiðslgjald hækkar á tímabilinu.
- beðið um fulla endurgreiðslu með því að senda beiðni þess efnis ásamt bankaupplýsingum í tölvupósti.
Eftir að námskeið er hafið gilda eftirfarandi reglur :
- Allt upp í 10 daga frá upphafi námskeiðs þá fær þátttakandi námskeiðið endurgreitt að frádregnum 15.000 kr. umsýslukostnaði. Sá kostnaður má hinsvegar gilda sem inngreiðsla inn á annað námskeið ef það er keypt strax á næsta námskeiðstímabili. Það á þó ekki við um early-bird námskeiðsgjöld heldur miðast við fullt gjald.
- Þegar 10 dagar hafa liðið frá upphafi námskeiðs þá er í engum tilfellum hægt að fá námskeið endurgreitt.
Eingöngu er hægt að endurgreiða ónotaðar námsbækur sem keyptar eru hjá alliance française í Reykjavik. Starfsfólk félagsins áskilur sér rétt til þess að meta hvort námsbækur verði endurgreiddar eða ekki.
Þátttakendum námskeiða er boðið að hitta á starfsfólk félagsins ef um langa fjarveru er að ræða og boðið að fresta námskeiðinu þar til síðar ef það hentar betur.
- 6. Verðlagning og greiðsluskilmálar
Skólagjöld eru birt á heimasíðu alliance française í Reykjavík www.af.is Þau skulu greidd sem eingreiðsla, en námsbækur eru ekki innifaldar í þeirri upphæð.
Við snemmskráningu, fær viðkomandi námskeiðið á sérstökum vildarkjörum, en tímabil og sérkjör snemmskráningar er auglýst sérstaklega fyrir hvert námskeið á heimasíðu alliance française í Reykjavik.
Þátttakendur geta greitt námskeiðsgjöld í einni eða tveimur greiðslum. Þau greiðsluform semboðið er upp á eru eftirfarandi: Hægt er að greiða með debet- eða kreditkorti á skrifstofu félagsins eða krafa send í heimabanka viðkomandi.
Ef viðkomandi greiðir í tveimur greiðslum þá ber honum að greiða fyrri helming gjaldsins áður en námskeiðið hefst og þann seinni mánuði síðar.
Ef námskeiðið er greitt í einu lagi þá er verður greiðsla að hafa borist áður en námskeið hefst eða í umdantekningartilfellum, í fyrstu viku námskeiðs.
Alliance française í Reykjavik áskilur sér rétt til að neita þeim aðgangi að námskeiðum sem hafa ekki uppfyllt skilyrði sem nefnd eru í 3. grein eða hafa ekki greitt námskeiðsgjöld skv. 6. grein þessara skilmála.
- 7. Endurnýjun skráningar
Allir nemendur hjá alliance française í Reykjavik eiga rétt á að skrá sig á framhaldsnámskeið. Ef að nemandi og/eða kennari hans meta það svo að nemandi hafi ekki öðlast næga færni til þess að skrá sig á framhaldsnámskeið þá má nemandi biðja um að vera skráður aftur á sama námskeið.
Ef langt líður á milli námskeiða hjá nemanda þá er æskilegt að hann taki stöðupróf.
- 8. Reglur um lágmarksfjölda og niðurfellingu námskeiða
Alliance française í Reykjavik áskilur sér rétt til að fella niður námskeið sé þátttaka ófullnægjandi. Minnst fjórir nemendur verða að vera skráðir til þess að námskeið fari fram.
Skráðir nemendur fá námskeiðsgjöld endurgreidd ef námskeið fellur niður.
Alliance française í Reykjavik áskilur sér rétt til að fella niður námskeið í sérstökum tilfellum jafnvel þó að lágmarksfjölda hafi verið náð.
Í þeim tilfellum er öllum nemendum gert viðvart með tölvupósti og þeim gefinn kostur á skrá sig í sambærileg námskeið eða þeim endurgreitt að fullu.
- 9. Staðfesting á námi
Alliance française í Reykjavik gefur út staðfestingu á skráningu í námskeið og/eða tímasókn ef nemandi óskar eftir því.
Staðfestingin er gefin út að því gefnu að námskeiðsgjöld hafi verið greidd.
Staðfesting á tímasókn er ekki gefin út nema nemandi hafi mætt í að minnsta kosti 70% tíma í tilteknu námskeiði. Staðfesting á skráningu í námskeið og/eða tímasókn er ekki gefin út eftir að sex mánuðir eru líðnir frá lokum námskeiðs.
- 10. Ráðning kennara – Forfallakennarar
Alliance française í Reykjavík ræður kennara til að kenna námskeiðin og ábyrgist eins og mögulegt er að sami kennarinn kenni viðkomandi námskeið allt til enda. Ef kennari forfallast á meðan á námskeiði stendur þá ábyrgist alliance française að útvega forfallakennara.
Ef kennari forfallast þá reynir alliance française eftir fremsta megni að tryggja það að ekki falli niður tími. Þeir tímar sem falla niður vegan veikinda eða annarra forfalla kennara skulu kenndir í lok námskeiðs.
Alliance française í Reykjavík ber ekki ábyrgð á námskeiðum sem falla niður vegna óviðeigandi hegðunar nemanda eða þriðja aðila.
- 11. Ástundun og foröll nemenda
Ef það er bara einn nemandi sem mættir þá kennir kennarinn 50% af námskeiðinu.
Þátttakendur í námskeiðum fullorðinna hafa rétt á að bæta sér upp fjarvistir vegna veikinda með tveimur einkatímum, 30 mín hvor.
Það er nauðsynlegt að panta einkatímana á skrifstofu Alliance française og þátttakandi verður að hafa tekið tímana áður en námskeiðið er á enda.
- 12. Frídagar
Alliance française er lokað á lögboðnum frídögum á Íslandi og þar af leiðandi engin kennsla þá daga.
Alliance française gefur á hverju ári út námskeiðsdagatal fyrir yngri nemendur skólans og sendir félagið dagatalið á foreldra í upphafi hvers árs. Skólatímabilið felur í sér þrjú námshlé (október, febrúar og páskar).
- 13. Ábyrgð vegna árangurs nemenda
Alliance française í Reykjavik er ekki ábyrgt fyrir því ef nemandi nær ekki þeim árangri sem hann bjóst við á námskeiði hjá félaginu.
- 14. Túlkun í samræmi við franska útgáfu af þessum almennu skilmálum.
Ef upp rísa deilur um túlkun þessara skilmála þá skal íslenska útgáfan notuð sem grunnur til að byggja á.
- 15. Gildandi lög, lögbærir dómstólar og tungumál málsmeðferðar í deilum
Núgildandi skilmálar falla undir íslensk lög. Rísi upp ágreiningur, geta eingöngu íslenskir dómstólar skorið úr um þann ágreining.
Alliance française í Reykjavik er hluti af alþjóðlegu neti móðurfélagsins Alliance Française.