TCF er próf til að meta hæfni í frönsku. Það er staðlað og vottað af France Éducation International (áður CIEP).

Þetta próf er ætlað öllum þátttakendum sem vilja staðfesta hæfni sína í frönsku á auðveldan, öruggan og fljótlegan hátt. Allir þátttakendur fá staðfest vottorð um niðurstöðuna sem tilgreinir hæfnina í frönsku samkvæmt samevrópska tungumálarammanum (frá A1 til C2) sem vottaður er af Evrópuráðinu. TCF vottorðið gildir í tvö ár.

Alliance Française í Reykjavík býður upp á fjórar tegundir af TCF:

TCF-TP fyrir allan almenning

Þetta próf er ætlað öllum þátttakendum (frá 16 ára) sem vilja staðfesta hæfni sína í frönsku.

FREKARI UPPLÝSINGAR

TCF Intégration, Résidence et Nationalité

TCF Intégration, Résidence et Nationalité er ætlað öllum þátttakendum sem vilja sækja um franskan ríkisborgararétt.

FREKARI UPPLÝSINGAR

TCF Québec

TCF Québec er ætlað öllum þátttakendum (frönskumælandi sem öðrum) sem vilja flytja varanlega til Québec og fylla út umsókn hjá „Ministry of Immigration, Frenchisation and Integration in Québec“. TCF Québec er skilyrði fyrir alla sem vilja fá CSQ vottorð (Québec Selection Certificate) vegna umsóknar um fasta vegabréfsáritun.

FREKARI UPPLÝSINGAR

TCF Canada

TCF Canada er ætlað öllum þátttakendum (frönskumælandi sem öðrum) sem vilja flytja varanlega til Kanada eða sækja um ríkisborgararétt hjá „Immigration, Refugees and Citizenship Canada“ (IRCC). TCF Canada er skilyrði. Það er engin undantekning í boði.

FREKARI UPPLÝSINGAR

essai1

Pourquoi le français ?

Infographie, vidéo, argumentaire
Cq9J1WfVUAAglhb

Test de placement

Tester son niveau de français
ONU6RW0

Devenir membre

Rejoindre et soutenir l’Alliance
conditions-generales-vente-prestations-services-1024x341

CGV

Conditions générales de vente