Til að styðja við Alliance Française í Reykjavik og miðlaverið þá getið þið gefið efni á frönsku : bækur, DVD, Kennsluefni fyrir börn.
Helstu þarfir :
- Bækur og teiknimyndasögur á frönsku í góðu ástandi fyrir börn og fullorðna.
Vinsamlegast athugið hvort bækurnar sem þið hyggist gefa séu ekki þegar til hjá okkur. (https://afreykjavik.libib.com/)
- DVD – franskar myndir
- Fræðandi efni fyrir börn sem hægt er að nýta til kennslu. (í góðu ástandi)
Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst (alliance@af.is) með lista yfir það sem þið viljið láta af hendi rakna.