Alliance Française í Reykjavík býður upp á frönsku sem erlent mál fyrir börn og unglinga frá 6 til 19 ára aldurs.

Þessi námskeið „franska sem erlent mál“ henta öllum börnum og unglingum nema þau sem hafa þegar dvalið í frönskumælandi landi eða sem eiga frönskumælandi foreldra, en fyrir þau mælum við með námskeiðunum fyrir frönskumælandi börn og unglinga.

Frönskunámskeiðin okkar „Franska sem erlent mál“ uppfylla eftirfarandi:

  • Þau eru kennd samkvæmt skólastigi og samkvæmt aldri nemendanna og eru byggð á Evrópustöðlum í tungumálakennslu: A1.1, A1.2, A2 o.s.frv.
  • Aðalmarkmið námskeiðanna er að bæta sig í frönsku samkvæmt samevrópska matsrammanum: hlustun, lestur, talmál og skrifað mál. Við kennum eftir aldri nemendanna og kunáttu þeirra í skrifmáli í íslensku (námskeið eru í boði fyrir börn sem ekki enn eru skrifandi).
  • Kennsluaðferðin innifelur leik og skemmtilegar æfingar sem henta aldri nemandanna. Við leggjum áherslu á að nota frönsku í öllu námi.
  • Nemendurnir eru hvattir til að skrá sig í prófin DELF Prim eða DELF Junior: kennararnir benda á rétt stig við val á prófi sem hentar.

Börn frá 6 til 11 ára aldurs

Börn frá 11 til 15 ára aldurs