Alliance Française í Reykjavík er sjálfseignastofnun sem hefur það að markmiði að kynna menningu og tungumál hins frönskumælandi heims.

Rekstur og tekjur félagsins byggjast að mestu leiti á námskeiðsgjöldum fyrir frönskunámskeið.

Félagið hlýtur einnig styrki frá franska sendiráðinu og frá Evrópu- og utanríkisráðuneyti Frakklands.

Hægt er að styðja við starfsemi Alliance Française í Reykjavik með því að leggja inn peningagjöf sem framlag til menntunar- og menningarstarfsemi félagsins.

Þeir sem veita framlag sem er hærra en 5000 kr. fá félagsaðildarkort og boðskort á menningarviðburði félagsins.

Þeir sem veita framlag fá nafn sitt birt á þessari heimasíðu nema annars sé óskað.

GEFENDUR

Olivier Simon