Í Alliance Française í Reykjavík er eina miðlaverið á Íslandi þar sem boðið er upp á franskt efni af ýmsu tagi og er þar að finna meira en 4000 gögn (bækur, myndasögur, DVD diska) sem hægt er að skoða á staðnum.

Miðlaver Alliance Française í Reykjavík er:

  • safn fyrir fullorðna með grunn af sígildum bókmenntum, samtíma bókmenntum og heimspekiritum sem og myndasögur, bækur um listir, sagnfræði og ferðamennsku, léttlestrarbækur og fjölmargar kvikmyndir á DVD diskum;
  • safn fyrir börn og unglinga með myndskreyttum bókum fyrir smáfólkið, sagnfræði- og vísindabækur fyrir ungt fólk, stuttar skáldsögur, myndasögur og teiknimyndir á DVD diskum;
  • safn af kennslufræðiritum fyrir frönskukennara með eintökum af kennslubókum sem og málfræðiritum, orðabókum og fleira;
  • Menningarver, „Culturethèque“, miðlaver á netinu á vegum Institut français.

Safnskrá miðlaversins er að finna á netinu (https://afreykjavik.libib.com) og meðlimir hafa möguleika á láta taka frá gögn fyrir sig.

Lánaskilmálar

Hægt er að fá lánaðar bækur í einn mánuð (hámark 5 í einu) og kvikmyndir í tvær vikur (tvær í senn).

  • Bækur og önnur gögn: 60 krónur á dag.
  • Diskar (CD og DVD): 500 krónur á dag.
  • Bækur og hljóðgögn: 3.000 kr.
  • Diskar (CD og DVD): 2.500 kr.

Nýtt félagakort kostar 200 krónur.

ONU6RW0

Devenir membre

Rejoindre et soutenir l’Alliance
Screen Shot 2018-03-16 at 15.28.04

Catalogue en ligne

Les ouvrages en ligne
essai - 1 (3)

Nouveautés

Les nouveautés médiathèque
559443402_640

Culturethèque

La médiathèque en ligne
2235

Section pédagogique

La bibliothèque pédagogique