9 daga ferð á Korsíku – Menning og matargerð – 25. mai til og með 3. júní 2024

Vantar þig vitamín D? Ferðastu á eyju fegurðar! Skoðaðu Korsíku í 9 daga (8 nætur) til að uppgötva lífræna og staðbundna menningu og matargerð eyjunnar. Hópferð ferð með nætur í Bastia, Calvi, Ajaccio og Porto-Vecchio. Frönskumælandi og íslenskumælandi leiðsögumaður. 25. maí til og með 3. júní 2024 Frekari upplýsingar: insulaserena@gmail.com eða 8537778Upplýsingar og skráningVerðInnifaliðEkki innifaliðVerð…

DELF-DALF fyrir allan almenning frá 18. til og með 22. mars 2024

Alliance Française í Reykjavík býður upp á DELF-DALF prófið fyrir allan almenning frá 18. til og með 22. mars 2024. Skráning fyrir 13. mars í síðasta lagi. Vottorðin eru alþjóðleg, renna ekki út og eru viðurkennd af Menntamálaráðuneyti Frakklands. Prófin eru stöðluð og vottuð af France Éducation International. Prófdæmi DELF-DALF fyrir fullorðna hér. Ráðgjöf – alliance@af.is…

Hátíð franskrar tungu mars 2024

Alliance Française í Reykjavík býður upp á hátíð franskrar tungu 2024 í samstarfi við sendiráð Frakklands á Íslandi. L’Alliance Française de Reykjavík propose le festival de la francophonie 2024 en collaboration avec l’ambassade de France en Islande. MENNINGARVIÐBURÐIRDAGSKRÁ HÁTÍÐARINNARfrá 1. til og með 23. mars á opnunartíma í Alliance Française í Reykjavík „La Belgique dans…

Frönskufestival í Veröld – húsi Vigdísar, miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 15:30-18:00

Frönskufestival í tilefni af 50 ára afmæli Félags frönskukennara og alþjóðlegum degi franskrar tungu í Veröld – húsi Vigdísar Dagskrá kl. 15:30-16:30 í Auðarsal Verðlaunaafhending í myndbandasamkeppni frönskunemenda. Sendiherra Frakklands á Íslandi, Guillaume Bazard, veitir verðlaunin við hátíðlega athöfn. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum, grunnskólanemenda og framhaldsskólanema. Nemendur úr Laugalækjarskóla og Landakotsskóla syngja á…

Belgískur dagur, sunnudaginn 17. mars 2024

Dagskráin er enn í vinnslu Belgískur dagur Í tilefni af hátíð franskrar tungu 2024 vörpum við ljósi á Belgíu.  Fyrir börn: klæddu Manneken Pis föndraðu eigið atomium (í pappír fyrir börn og í 3D fyrir fullorðna) litaðu karnival grímuna þína frá Binche  litaðu belgíska fánann Fyrir alla: kynning á Adolphe Sax og örtónleikar á saxófón…

Tónlistarstund á frönsku fyrir yngstu börnin (0 til 5 ára) – sunnudaginn 17. mars 2024 kl. 11:30-12:00

Alliance Française býður upp á mánaðarlega tónlistarstund á frönsku fyrir yngstu börnin (frá 0 til 5 ára) í bókasöfnum Reykjavíkur. Viltu að börnin þín á aldrinum 0 til 5 ára uppgötvi vinsælustu lögin í Frakklandi? Antoine flytur hefðbundnar barnavísur og lög með gítar. Hljóðfæri eru í boði fyrir börn sem vilja leika undir hjá Antoine.…

Kynning á vísindatilraunum barna vísindasmiðjunnar, föstudaginn 15. mars 2024 kl. 16:00-17:30

Kynning á vísindatilraunum barna vísindasmiðjunnar á frönsku Síðan um miðjan janúar hafa börn komið í Alliance Française á föstudögum í vinnustofu á frönsku til að uppgötva heim vísindanna. Þessi börn munu kynna uppáhalds vísindatilraunir sínar fyrir foreldrum og almenningi 15. mars. Kynningarspjöld sem börnin hafa útbúið verða líka til sýnis. Boðið verður upp á síðdegishressingu…

Boðhlaup í kringum heiminn í Klifurhúsinu, fimmtudaginn 14. mars 2024 kl. 9-10

Komið og takið þátt í boðhlaupi í Klifurhúsinu! Í tilefni Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra árið 2024, sem fram fara í París, standa franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík fyrir boðhlaupi sem er hluti af boðhlaupi um allan heim sem á sér stað þann 14. mars. Klifur er eitt af nýjum íþróttum í…

Bíókvöld „De nos frères blessés“ eftir Hélier Cisterne, miðvikudaginn 13. mars 2024 kl. 20:30

Bíókvöld „De nos frères blessés“ eftir Hélier Cisterne Hefur þú einhvern tíma séð glæsilega bláa kvikmyndaherbergið hjá Önnu Jónu? Við bjóðum ykkur að uppgötva þennan stórkostlega veitingastað og kvikmyndahús í tilefni af bíókvöldi. Alliance Française býður, í samstarfi við Önnu Jónu og Institut Français upp á sýningu, bíómyndarinnar „De nos frères blessés“ eftir Hélier Cisterne…

Listin talar tungum – leiðsögn á frönsku á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 10. mars 2024 kl. 13

Listin talar tungum – leiðsögn á frönsku á Kjarvalsstöðum Florence Courtois, Erasmus starfsnemi í menningarstjórnun á Listasafn Reykjavíkur, verður með leiðsögn á frönsku um sýninguna Kjarval og 20. öldin. Þegar nútíminn lagði að. Kjarval var fæddur árið 1885 og lést árið 1972. Himinn og haf eru á milli þessara tímapunkta í menningarsögunni og samfélaginu öllu…