Að kynna leikskólabörnum frönsku – Ókeypis fjarnámskeið – Föstudagur 27. nóvember 2020, kl. 14-16

Alliance Française í Reykjavík og sendiráð Frakklands á Íslandi bjóða upp á fjarsímenntunarnámskeið fyrir leikskólakennara til að læra að kynna skólabörnum frönsku. Þetta námskeið er ætlað leikskólakennurum sem vilja kynna skólabörnum frönsku í samræmi við áætlun skólans og í tilefni af fjölmenningardegi, evrópskum tungumáladegi o.s.frv. Þetta símenntunarnámskeið er ekki ætlað frönskukennurum heldur leikskólakennurum sem vilja…

Teiknimyndasögunámskeið fyrir börn á frönsku hjá Dan Christensen – Laugardagur 7. nóvember og 14. nóvember kl. 14-16

Dan Christensen, í listadvöl í Reykjavík, býður börnum frá 11 til 15 ára upp á teiknimyndasögunámskeið á frönsku laugardaginn 7. september og laugardaginn 14. nóvember kl. 14-16 í Alliance Française í Reykjavík. Fyrst læra börnin að búa til sögupersónur. Eftir hafa búið til persónur teikna börnin teiknimyndasyrpu með fjórum svæðum til þess að segja frá…

DELF-DALF fyrir allan almenning frá 1. til 3. desember 2020

Alliance Française í Reykjavík býður upp á DELF-DALF prófið fyrir allan almenning. Vottorðin eru alþjóðleg, renna ekki út og eru viðurkennd af Menntamálaráðuneyti Frakklands. Prófin eru stöðluð og vottuð af France Éducation International. Prófdæmi DELF-DALF fyrir fullorðna hér. Við fylgum öllum varúðarráðstöfununum til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.   Tímasetningar – DELF Adultes A1 – þriðjudaginn 1.…

Teiknimyndahátíð – Október 2020

Alliance Française í Reykjavík býður upp á teiknimyndahátíðina 2020 í samstarfi við Institut Français og Afca. L’Alliance Française de Reykjavík propose la fête du cinéma d’animation 2020 organisée par l’Institut Français et l’association française du cinéma d’animation (Afca). VINNUSTOFA Í tilefni af teiknimyndahátíðinni bjóðum við upp á vinnustofu í hreyfimyndagerð á frönsku fyrir 6 til…

Vinnustofa í hreyfimyndagerð á frönsku í vetrarleyfinu í Reykjavík – Október 2020

Hreyfimyndagerð eða stopmotion er gömul kvikmyndagerð sem er notuð til að búa til stuttmyndir. Ljósmyndir eru notaðar og þeim er skeytt saman til að búa til hreyfimynd. Þessi tækni lætur kyrrstæða hluti líta út fyrir að hreyfast. Eftir að hafa ákveðið þemu og skrifað sögu byrja nemendurnir að læra að byggja leikmynd, skapa persónur og…

Ný framkvæmdastýra í Alliance Française í Reykjavík

Í byrjun september hóf ný framkvæmdastýra störf hjá Alliance Française í Reykjavík. Hún heitir Adeline Dhondt  og starfaði um árabil hjá Alliance Française í Washington DC þar sem hún hafði yfirumsjón með  frönskunámskeiðum fyrir börn og unglinga og markaðsmálum þeim tengdum.  Hún er með meistaragráðu í samtímabókmenntum og hefur mikla reynslu í að kenna frönsku…