Hreyfimyndagerð eða stopmotion er gömul kvikmyndagerð sem er notuð til að búa til stuttmyndir. Ljósmyndir eru notaðar og þeim er skeytt saman til að búa til hreyfimynd. Þessi tækni lætur kyrrstæða hluti líta út fyrir að hreyfast. Eftir að hafa ákveðið þemu og skrifað sögu byrja nemendurnir að læra að byggja leikmynd, skapa persónur og svo að taka ljósmyndir af þeim í réttri röð. Þegar ljósmyndunum er skeytt saman þá byrja persónurnar að hreyfast!
Markmið
-
- að uppgötva hreyfimyndagerð
- að læra að skrifa handrit
- að nota frönsku á skapandi hátt
- að vinna í hópum
Dagsetningar og tímasetningar
-
- Fimmtudagur 22. október, kl. 9-12
- Föstudagur 23. október, kl. 9-12
- Laugardagur 24. október, kl. 14-17
- Mánudagur 26. október, kl. 9-12
Við tökum á móti nemendunum frá kl. 8:30. Frá kl. 8:30 til kl. 9:00 geta nemendurnir lesið og spilað í bókasafninu.
Sýning verksins verður í boði laugardaginn 31. október eftir hádegi.
Upplýsingar
-
- Vinnustofan er ætluð nemendunum frá 6 ára til 11 ára.
- Við mælum með stigi A2 í frönsku til að geta fylgst með vel.
- Það þarf að minnsta kosti fjóra nemendur til að opna námskeiðið. Hámark: 8 nemendur.
- Nauðsynlegt er að skrá þátttakendur alla daga.
- Hægt er að láta barnið borða í Alliance Française til þess að geta horft á teiknimyndirnar sem verða í boði (vinsamlega látið barnið koma með nesti).
Kennari
Romane Garcin