Kanadakvöldið – sunnudagur 17. febrúar kl. 16

Sendiráðið Kanada á Íslandi býður upp á Kanadakvöldið sunnudaginn 17. febrúar kl. 16 í Háskólabíói. Sýning bíómyndarinnar „Fall Bandaríkjaveldis“ Spurningar og svör í viðurvist Pierre Curzi. Pierre Curzi ræðir við áhorfendur og svarar spurningum í lok sýningar. Í framhaldinu verður boðið upp á léttar veitingar. Ókeypis aðgangur í boði sendiráðs Kanada á Íslandi. Fall Bandaríkjaveldis Mynd frá…

Sólveigar Anspach kvöldið – fimmtudagur 14. febrúar kl. 18

Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík efndu til Sólveigar Anspach verðlaunanna með stuðningi Reykjavíkurborgar, Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og kvikmyndaframleiðandans Zik Zak. Tilgangurinn var að heiðra minningu Sólveigar Anspach og hvetja ungar konur til dáða í kvikmyndaleikstjórn. Verðlaunin eru veitt konum fyrir fyrstu stuttmynd þeirra á frönsku eða íslensku, tungumálunum hennar Sólveigar. Þetta er…

Klassíkst bíókvold – mánudagur 11. febrúar kl. 20

Á klassíska bíókvöldinu býðst ykkur að sjá tvö meistaraverk franskra kvikmynda, verk sem eru í hávegum höfð út um allan heim. Myndirnar hylla ákveðna æskuímynd, frjálsa og ósvífna, eins og lýst er í persónum og atburðum sem nú eru orðnar að þjóðsögum. Núll fyrir hegðun Dramatísk gamanmynd / Enskur texti. Lengd: 41 mín Leikstjórn: Jean…

Franska kvikmyndahátíðin 2019

Nítjánda franska kvikmyndahátíðin 2019 Alliance Française í Reykjavík og franska sendiráðið á Íslandi, í samstarfi við Institut français kynna nítjándu frönsku kvikmyndahátíðina sem fram fer dagana 6. til 17. febrúar 2019 í Háskólabíói í Reykjavík. Kanadíska sendiráðið býður upp á sýningu kanadískrar bíómyndar. Þrjár ókeypis sýningar verða líka í boði í Veröld – húsi Vigdísar í samstarfi…

Versatile Uprising – Claire Paugam og Raphaël Alexandre – Wind and Weather Window

Versatile Uprising er gagnvirk listsýning þeirra Claire Paugam og Raphaëls Alexandres og frumsýnd í listhúsinu Wind and Weather Window http://www.windandweather.is/ Versatile Uprising er þrívíddarsýning með hljóði og ljósum sem birtir okkur ímyndað landslag með lýsingu sem dregur fram svört form. Sýningin fer fram í þremur útstillingargluggum listhússins Wind and Weather Window Veggir listhússins eru málaðir…

Ó, hve hljótt – 12. janúar til 31. mars 2019 í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs

Ó, hve hljótt Tónlist eins og við sjáum hana: myndlist og kvikmyndir. Sýningin samanstendur af völdum kvikmyndum, hljóð- og vídeóverkum eftir bæði íslenska og alþjóðlega samtímalistamenn. Þó að verkin kunni að vera af ólíkum toga, í stíl eða efnistökum, eiga þau það sammerkt að bera með sér yfirvegaða kyrrð og djúpstæða friðsæld, líkt og sýningartitillinn…

Verðskrá frönsku hátíðarinnar 2019

Háskólabíó Miðar eru seldir í Háskólabíói. Passi á allar sýningar: 6.000 kr. Passi á þrjár sýningar: 3.400 kr. Fullt verð: 1.300 kr. Afsláttarverð*: 900 kr. *Stúdentar í öllum skólum og háskólum, eldri borgarar, öryrkjar, félagar í Alliance Française í Reykjavík, meðlimir í Félagi frönskukennara. Sólveigar Anspach og Kanadíska kvöldið eru ókeypis. Veröld – hús Vigdísar…

Sjúklingar – Grand Corps Malade og Mehdi Edir

Sjúklingar eftir Grand Corps Malade og Mehdi Edir Dramatísk gamanmynd, enskur texti. 2017, 110 mín. Leikarar: Pablo Pauly, Soufiane Guerrab, Moussa Mansaly. Ben getur hvorki baðað sig, klætt né gengið þegar hann kemur á endurhæfingarstöð eftir alvarlegt bílslys.  Sjúklingar er saga af endurfæðingu, skrykkjóttri ferð þar sem skiptast á sigrar og ósigrar, tár og skellihlátrar…