MÁLFRÆÐI – HAUSTÖNN 2017 – MIÐVIKUDAGA KL. 17:00 – 18:00
Á þessu námskeiði er sérstaklega skoðað hvað er erfitt og flókið við að læra franska tungu. Hér er tækifæri til að skoða reglur og hvað þarf að gera til að forðast algengar gildrur í frönskunámi. Þetta námskeið svarar algengustu spurningum sem nemendur spyrja: til dæmis notkun passé composé og imparfait, fornöfn, notkun viðtengingarháttar, forsetningar o.s.frv.…