Ný framkvæmdastýra í Alliance Française í Reykjavík
Í byrjun september hóf ný framkvæmdastýra störf hjá Alliance Française í Reykjavík. Hún heitir Adeline Dhondt og starfaði um árabil hjá Alliance Française í Washington DC þar sem hún hafði yfirumsjón með frönskunámskeiðum fyrir börn og unglinga og markaðsmálum þeim tengdum. Hún er með meistaragráðu í samtímabókmenntum og hefur mikla reynslu í að kenna frönsku…