Í byrjun september hóf ný framkvæmdastýra störf hjá Alliance Française í Reykjavík. Hún heitir Adeline Dhondt og starfaði um árabil hjá Alliance Française í Washington DC þar sem hún hafði yfirumsjón með frönskunámskeiðum fyrir börn og unglinga og markaðsmálum þeim tengdum. Hún er með meistaragráðu í samtímabókmenntum og hefur mikla reynslu í að kenna frönsku sem erlent mál, sérstaklega börnum. Við bjóðum Adeline hjartanlega velkomna, óskum henni góðs gengis og hlökkum til samstarfsins.
Stjórnin vill jafnframt koma á framfæri kærum þökkum til fráfarandi framkvæmdastjóra, Jean François Rochard. Hann hefur stýrt félaginu af einstakri alúð og röggsemi undanfarin 4 ár og hefur samstarfið verið sérlega ánægjulegt. Við óskum honum alls hins besta á nýjum vettvangi í Hollandi.
(Mynd: Jean-François Rochard, Adeline D’Hondt)