Þær tvær

eftir Filippo Meneghetti

Tegund: Drama, Rómantík.
Tungumál: Franska með íslenskum eða enskum texta.
2019, 99 mín.

Aðalhlutverk: Barbara Sukowa, Martine Chevallier, Léa Drucker

Eftirlaunaþegarnir Nina og Madeleine hafa lifað í leynum í ástarsambandi áratugunum saman. En sambandið tekur stakkaskiptum þegar ófyrirséður atburður breytir lífi þeirra til frambúðar …

Stórkostleg og hjartnæm ástarsaga sem komst á “stuttlista” fyrir Óskarstilnefningu en myndin var framlag Frakklands til Óskarsins 2020. Myndin fékk César verðlaunin 2021 fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra.

Sýnd til skiptis með íslenskum eða enskum texta!

„Ótrúlega falleg mynd“ (L’Express)

SÝNINGARTÍMAR OG MIÐASALA
TIL BAKA