Stuttmyndakvöld á verðlaunahátíð Sólveigar Anspach - Lokasýning RFFF (Reykjavik Feminist Film Festival)
Komið endilega og sjáið bestu stuttmyndirnar eftir ungar konur á fimmtu verðlaunahátíð Sólveigar Anspach. Myndirnar eru bæði franskar og íslenskar. Dómnefnd, undir forsæti Auðar Övu Ólafsdóttur, valdi sex bestu stuttmyndirnar 2021, þrjár á íslensku og þrjár á frönsku. Allar sex myndirnar verða sýndar. Missið ekki af tækifæri til að sjá kvikmyndir ungra upprennandi kvikmyndaleikstýra sem eiga framtíðina fyrir sér.
Léttar veitingar verða í boði að verðlaundaafhendingu lokinni. Viðburðurinn er opinn öllum og kostar ekkert inn.