Psychomagic - Heilandi list
-
- Staðsetning: Bíó Paradís
- Dagsetning og tímasetning: laugardagur 13. febrúar, kl. 20
Þessi nýja mynd eftir hinn goðsagnakennda 91 ára gamla leikstjóra Alejandro Jodorowsky veitir okkur innsýn í þá heilunar eða sálfræðimeðferð sem hann kallar psycho-magic. Jodorowsky blandar saman heimspeki, sálfræði, dulspeki, frá Freud til shamanisma, Kabbalah til Gurdjeff og allt þar á milli.
Mögnuð mynd þar sem atriði úr frægustu kvikmyndum hans eru klippt inn í myndina og gefur verkum hans ný sjónarhorn og merkingu. Jodorowsky er Chileanskur að uppruna en hefur verið búsettur í París í marga áratugi.
Aðeins ein sýning í boði en myndin verður einnig aðgengileg í Heimabíó Paradis sama sólarhring.
Á undan myndinni verður stutt kynning á verkum Jodorowskys með Hallvarði Jóni Guðmundssyni.
Psychomagic – Heilandi list / Psychomagie – Un art pour guérir
eftir Alejandro Jodorowsky
Heimildamynd
1919, 100 mín.