Rafræn ljósmyndasýning: „Mots et Maux de femmes“
Þann 25 nóvember er Alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi gagnvart konum.
Af þessu tilefni efna Alliance Française og Sendiráð Frakklands á Íslandi til þriggja viðburða til að vekja athygli á þessu málefni sem snertir bæði löndin. Fyrsti viðburðurinn er rafræn ljósmyndasýning.
Ljósmyndasýningin kallast „Mots et Maux de femmes“ eða „Sorg og orð kvenna“ og er í boði samtaka frakka á erlendri grund. Sýninguna má skoða á spjaldtölvu Alliance Française á opnunartíma.
Frekari upplýsingar: https://alliancesolidaire.org/2022/05/12/nous-navons-pas-peur-de-gener/
-
- Staðsetning: Alliance Française í Reykjavík
- Dagsetning og tímasetning: frá 15. til og með 30. nóvember 2022 á opnunartíma.
- Ljósmyndirnar eru til sýnis á spjaldtölvu og eru ekki við hæfi barna.