Franskar bókmenntir
Bókmenntanámskeiðið er fyrir þá sem vilja bæta við kunnáttu sína í frönsku með því að lesa og greina verk bókmennta eða heimilda.
Markmið bókmenntanámskeiðsins er að lesa og greina bókmenntatexta. Nemandinn geti nýtt málvísindi og tungumálið (málfræði, orðaforði o.s.frv.) og greint merkingu textans. Þar er líka tækifæri til að tala um menningu og samfélag Frakklands. Námskeiðið verður aðallega haldið í talmáli.
Námskeiðið er ætlað nemendum frá B1 stigi í frönsku.
Kennari: Clara Salducci
Bókin
« Touriste » est un roman géographique écrit par Julien Blanc-Gras, en 2011.
Markmið
- að lesa og greina verk bókmennta eða heimilda.
- að þroskast í talmáli.
- að bæta við sig orðaforða.
- að auka þekkingu sína í franskri menningu og samfélagi.
NÝTT - Staðnám með fjarkennsku í beinni útsendingu
Býrð þú fyrir utan höfuðborgarsvæðið? Ertu oft á ferðalagi? Ertu í sóttkví? Er óveður? Viltu frekar læra heima?
Í dag skiptir sveigjanleiki í námi miklu máli. Við bjóðum nú upp á nýja lausn sem gefur nemendum kost á að taka þátt í frönskunámskeiði hvar sem þeir eru. Nemendur geta nú valið á milli tveggja valkosta fyrir hvern tíma í námskeiðinu: að læra á staðnum eða að vera í fjarkennslu í beinni.
Kennsluefni
- Hægt verður að kaupa bókina á staðnum.
- Við biðjum nemendurna að koma með skriffæri.
Frestun og viðurkenning
- Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annarinnar.
- Nemendurnir fá viðurkenningu í lok annarinnar ef þeir hafa mætt að minnsta kosti 70% á námskeiðið.
Styrkir til náms og greisðlur
Hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða í heimabanka.