Í dag skiptir sveigjanleiki í námi miklu máli. Við bjóðum nú upp á nýja lausn sem gefur nemendum kost á að taka þátt í frönskunámskeiði hvar sem þeir eru. Nemendur geta nú valið á milli tveggja valkosta fyrir hvern tíma í námskeiðinu: að læra á staðnum eða að vera í fjarkennslu í beinni.*
Hægt verður nú að skipta á milli þessara tveggja leiða. Nemendur í fjarkennslu geta alltaf mætt á staðinn ef þeir vilja. Eitt sæti verður alltaf frátekið í hverju kennsluherbergi fyrir hvern nemenda, hvort sem hann er í fjarkennslu eða á staðnum. Það verða aldrei fleiri en 8 nemendur í hverjum hópi, sama hvaða háttur er valinn í upphafi (t.d. 5 nemendur á staðnum og 3 í fjarkennslu). Nemendur í fjarkennslu í beinni eru alltaf ígildi staðarnema.
Það er tilvalin lausn fyrir alla sem vilja læra frönsku en sem geta ekki mætt á staðinn. Það er líka frábær lausn á Covid-19 tímum því að nemendur í sóttkví geta haldið áfram að taka þátt þótt þeir séu heima.
*Vegna Covid-19 faraldursins áskilur Alliance Française í Reykjavík sér rétt til að færa frönskunámskeiðin yfir netið ef kennarinn þarf að vera í sóttkví eða vegna fjöldatakmarka einstaklinga þannig að það verði ekki hægt að halda kennslunni á staðnum. Upptaka námskeiðanna verður ekki í boði. Fjarkennslan verður einungis í boði í beinni útsendingu.