Bókaspjall „Cartographie de nos bleus“
Þann 25 nóvember er Alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi gagnvart konum. Af þessu tilefni efna Alliance Française og sendiráð Frakklands á Íslandi til þriggja viðburða til að vekja athygli á þessu málefni sem snertir bæði löndin.
Síðasti viðburðurinn verður bókaspjall hjá Aude Vincent, rithöfundi bókarinnar, Rut frá Kvenréttindafélagi Íslands, og Carole frá félaginu Libres Terres des femmes (í beinni útsendingu frá Frakklandi).
Aude mun kynna á frönsku bókina sína „Cartographie de nos bleus“ (Kort af marblettum okkar) sem hún gaf út árið 2018. Hún mun lesa upp úr bókinni og svara spurningum á frönsku og á ensku. Þessar umræður veita einnig tækifæri til þess að ræða um aukningu heimilisofbeldis á meðan á heimsfaraldrinum stóð og ræða um það sem er verið að gera í málefninu í báðum löndum.
Hægt verður að kaupa bókina á staðnum.