Núll fyrir hegðun

eftir Jean Vigo

Dramatísk gamanmynd, enskur texti.
1933, 41 mín.

Leikarar: Jean Dasté, Louis Lefebvre, Robert le Flon.

Þrír nemendur í heimavistarskóla uppi í sveit rísa upp og efna til uppþots.

Þetta meistaraverk Jeans Vigos var talið hallt undir anarkisma og bannað til 1946 en er dýrlegur óður til æskunnar og frelsisins.

Bíómyndirnar Núll fyrir hegðun og 400 högg eru partur af klassíska kvöldinu.

Á klassíska bíókvöldinu (mánudagur 11. febrúar kl. 20) býðst ykkur að sjá tvö meistaraverk franskra kvikmynda, verk sem eru í hávegum höfð út um allan heim. Myndirnar hylla ákveðna æskuímynd, frjálsa og ósvífna, eins og lýst er í persónum og atburðum sem nú eru orðnar að þjóðsögum.

MIÐASALA
TIL BAKA