Námskeið 7 er ætlað unglingum frá 12 til 16 ára aldurs sem hafa tekið námskeið 6 (B2).
Nemendur öðlast sjálfstæði í tungumálinu. Þeir læra að skilja texta um daglegt líf, að lýsa viðburðum, tala um tilfinningar sínar og drauma í persónulegum bréfum. Þeir læra að tjá sig um ýmislegt í daglegu lífi (t.d. fjölskyldu, frístundir, vinnu, ferðalög og fréttir) og að segja frá persónulegri reynslu sinni. Þá læra þeir að rökstyðja skoðanir sínar.
Þetta námskeið býður nemendunum upp á mörg verkefni sem efla námið í frönsku með því að skrifa, að lesa, að tala og að skilja talmál.
Ein og hálf klukkustund í hverri viku.
Það þarf að minnsta kosti fjóra nemendur til að opna námskeiðið. Hámark: 6 nemendur.
Frestun og forföll
- Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annanna.
Styrkir
Munið að athuga með námsskeiðsstyrki hjá Reykjavíkurborg og Kópavogi.