Ljóðakvöld – Chez nous ׀ Heima
Þór Stefánsson og Ásta Ingibjartsdóttir
- Miðvikudaginn 20. mars kl. 19
- Léttvínsglas í boði
- Frír aðgangur (takmörkuð sæti).
Í tilefni af hátíð franskrar tungu 2019 býður Alliance Française í Reykjavík upp á kynningu á ljóðum Þórs Stefánssonar í frönskum þýðingum miðvikudaginn 20. mars kl. 19. Fjórar ljóðabækur Þórs hafa komið út á frönsku, nú síðast Chez nous – Heima. Auk þess hafa ljóð hans birst í safnritum.
Lesin verða sýnishorn út öllum bókunum. Ásta Ingibjartsdóttir les ljóðin á frönsku en skáldið mun flytja textann á íslensku.
Dagskráin tekur um það bil klukkustund.