Le Boudoir (Dyngjan)
-
- Sýning í Alliance Française í Reykjavik frá 13. til 21. febrúar 2020
- Opnun 13. febrúar 2020 kl.18 (léttvínsglas og snarl)
„Le Boudoir“ er myndlistarsýning þar sem mætast verk listamannanna Zuzu Knew, Katrínar I. Jónsdóttur Hjördísardóttur, Serge Comte, Nínu Óskarsdóttur og Claire Paugam.
Listaverk myndlistamanna sýningarinnar fjalla um kvenleika, frygð, munúð, dáleika ásamt leyndardómum og íhugun.
-
- Sýningarstjóri: Claire Paugam
Þessi sýning er í boði í tilefni af « Les Fêtes galantes » hátíðinni.
Þessi myndlistarsýning er í boði með atbeina sendiráðs Frakklands á Íslandi.