Komdu til að smakka franskan ost og uppgötva svæðið sem hann kemur frá!
Í þessari vinnustofu verður fjallað um Normandí í Frakklandi. Það verður boðið upp á kynningu á minnisvörðum, merkilegum einstaklingum, sögu og svæðislýsingu. Markmiðið er að uppgötva og smakka Camembert ostinn sem er tengdur svæðinu. Osturinn verður borinn fram með góðu brauði.
Camembert frá Normandí
Fyrsti áfangi ostaferðalagsins okkar um Frakkland verður í Normandí! Auðvitað er Camembert osturinn heimsfrægur en veistu hvers vegna hann á að vera skorinn á sérstakan hátt? Þekkir þú uppruna ostsins, sögu hans og í hvaða samhengi hann er framleiddur og smakkaður? Komdu og uppgötvaðu þetta allt og smakkaðu síðan Camembert á góðri brauðsneið!
Upplýsingar
- Lágmarksþátttaka er 4 manns / Hámarksþátttaka er 10 manns
- Við mælum með að þátttakendur séu að minnsta kosti á millistigi í frönsku.