Franska kvikmyndahátíðin kynnir: Glæpakvöld í Bíó Paradís!
Við bjóðum upp á tvær frábærar kvikmyndir úr smiðju Henri-Georges Clouzot þar sem dulúð og spenna ráða ríkjum! Þetta glæpakvöld verður í boði í samstarfi við Institut Français.
Myndirnar verða sýndar á frönsku með enskum texta. Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur er sérlegur kynnir kvöldsins.
Morðinginn býr í númer 21 eftir Henri-Georges Clouzot
Fjögur morð eru framin í Montmartre hverfinu. Á vettvangi allra morðanna skilur morðinginn eftir nafnspjald með nafninu Durand. Wens lögreglufulltrúi stjórnar rannsókninni og rekur uppruna nafnspjaldanna til gistiheimilisins „Les Mimosas“.
Forynjurnar eftir Henri-Georges Clouzot
Þær Christine og Nicole kenna við drengjaskóla. Önnur er eiginkona skólameistarans, hin er ástkona hans. Þær sammælast um að myrða skólameistarann því þær eru komnar með sterka óbeit á honum. Nokkrum dögum eftir ódæðið hverfur líkið af Michel…
Institut Français býður upp á þessa sýningu.