Engin sæti laus til september 2022

Námskeiðið 3 í Cycle 4 er framhald kennslunnar í námskeiði 2. Nemendurnir halda áfram að dýpka kunnáttuna í frönsku.

Nemendur læra að nota frönsku sem skrifmál við ólíkar aðstæður og í fjölbreyttum tilgangi. Þeir bæta þekkingu sína í að skrifa vandaða texta á frönsku. Á þessu námskeiði fylgir kennarinn kennsluáætlun stigs 4ème franska menntamálaráðuneytisins. Hann gerir þetta nám lifandi og áþreifanlegt með því að leggja til kennsluverkefni. Í tilefni af heimsókn Anouk Bloch-Henry í nóvember 2021 uppgötva nemendur bókina hennar Harriet Tubman, la femme qui libéra 300 esclaves (Oskar édition). Nemendur undirbúa komu hennar og taka svo á móti henni.

    • Bók að kaupa aukalega í haust: Harriet Tubman, la femme qui libéra 300 esclaves eftir Anouk Bloch-Henry.
    • Lengd tímana: 90 mín í hverri viku (32 vikur á skólaárinu 2021-2022).
    • Það þarf að minnsta kosti fjóra nemendur til að opna námskeiðið. Hámark: 8 nemendur.
    • Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annanna.

Styrkir

Munið að athuga með námsskeiðsstyrki hjá Reykjavíkurborg og Kópavogi. Hægt er líka að fá staðfestingu fyrir greiðslu til að sækja um styrk.

Skóladagatal

calendrieradultes
  • DAGSETNING: frá 8. september 2021 til 25. maí 2022
  • TÍMASETNING: ​miðvikudaga kl. 15:15-16:45
  • VERÐ: 91.200 kr. (88.200 kr. fyrir 22. ágúst 2021)
    3.000 kr. afsláttur af gjaldi annars, þriðja og fleiri systkina. Þetta tilboð er ætlað börnum og unglingum.

craysonsenfants

Af hverju franska?

Vídeó, Röksemd
testenfant

Stöðupróf

Hvernig á að skrá sig?
biblioenfant

Gerast félagi

Bókasafn, Culturethèque
delfenfants

Próf

DELF-DALF, TCF
conditions-generales-vente-prestations-services-1024x341

Skilmálar

Almennir skilmálar