Verið þið velkomin laugardaginn 4. júní kl. 13 með börnin ykkar á fiskprentunarnámskeið í tilefni af Hátíð Hafsins 2016.
Listakonan Josée Conan kennir.
Alliance française verður opin 5. júní kl. 12-16 í tilefni af hátíðinni.
Sýningin verður á okkar vegum til 20. júní
á opnunartíma Alliance française.
Önnur sýning er líka sýnd
í Grundarfirði í Sögumiðstöðinni til 20. júní.
Myndlistakonan Josée Conan vinnur mjög frumleg og skemmtileg verk þar sem hún vinnur með ferskt sjávarfang og vatnsliti. Þetta verk kemur frá japanskri aðferð sem heitir „Gyotaku“. Vinnan fer þannig fram að hún fær nýveidda fiska og annað sjávarfang svo sem rækjur, skeljar og fleira, og þvær það upp úr ediki og málar svo fiskinn með vatnslitum. Síðan leggur hún pappír yfir fiskinn og þrýstir vel á. Úr þessu fær hún svo mörg mismunandi mótív sem hún svo málar á og bætir við smáatriðum. Útkoman er alveg mögnuð og myndirnar hennar eru mjög lifandi og skemmtilegar.
Josée Conan er frönsk og kemur frá Paimpol sem er vinabær Grundarfjarðar. Innblástur í verk sín fær hún frá sjónum og sögu sjómanna sem réru frá Brittaníuskaga og meðal annars til Íslands. Maðurinn hennar sér um að veiða fiskana sem hún notar við vinnu sína. Þegar fiskarnir hafa verið nýttir við listsköpun hennar lendir hann iðulega á kvöldverðaborði þeirra hjóna. Fyrirhugaðar eru sýningar á verkum hennar í Grundarfirði og Reykjavík í júní.