Fall Bandaríkjaveldis

eftir Denys Arcand

Mynd frá Kanada.
Spennumynd/Glæpamynd, með enskum texta.
2018, 129 mín.

Leikarar: Alexandre Landry, Maripier Morin, Pierre Curzi

Þessi mynd er á vegum kanadíska sendiráðsins á Íslandi.

Hámenntaður einstaklingur, með doktorspróf í heimspeki neyðist til þess að vinna sem sendill til þess að ná endum saman og flækist inn í rán sem fer úrskeiðis: tveir látnir og milljónir í peningasekkjum liggja við fætur hans. Hann stendur frammi fyrir vali: yfirgefa svæðið tómehentur eða grípa peninga og hverfa á brott?

Síðustu mynd Denys Arcand, „Hnignun Bandaríkjaveldis“ var gífurlega vel tekið af gagnrýnendum og tilnefnd til Óskarverðlauna. Fall Bandaríkjaveldis gerist 30 árum síðar og fjallar um samfélag þar sem kapítalismi hefur yfirtekið öll önnur gildi.

Denys Arcand snýr aftur með bítandi háðsádeilu og er eins skemmtilegur oghann hefur alltaf verið!“ (Sony Pictures Classics)

SÝNINGARTÍMAR OG MIÐASALA
TIL BAKA