Í þessari vinnustofu uppgötva þátttakendur einfaldar uppskriftir í hverri viku. Þeir elda og bæta kunnáttu sína í frönsku. Þeir bæta meðal annars:

    • orðaforða (nafn á áhöld og hráefni)
    • þekkingu á setningagerð (hvernig á að telja, nota deiligreinar og boðhátt)
    • þekkingu á menningu (hvaðan koma uppskriftirnar, hvaða hefðir eru tengdir þeim)

Í lok hvers tíma koma þátttakendur heim með matinn sinn. Þeir búa til líka uppskriftabók sem verður uppfærð í hverri viku.

Markmið

    • að nota frönsku í talmáli
    • að geta fylgst með skrefum uppskrifta
    • að uppgötva franska matargerð og dýpka félags- og menningarfærni

Upplýsingar

    • Vinnustofan er ætluð nemendunum frá 5 ára til 8 ára.
    • Allir velkomnir. Það er ekki skilyrði að kunna frönsku til að taka þátt í þessari vinnustofu.
    • Það þarf að minnsta kosti fjóra nemendur til að opna vinnustofuna. Hámark: 8 nemendur.
    • 10 skipti.
  • DAGSETNINGAR: frá 20. janúar til og með 31. mars 2023 (hlé 24. febrúar).
  • DAGS- OG TÍMASETNINGAR: föstudaga kl. 16:00-17:30
  • VERÐ: 36.000 kr. (hráefni innifalin)
    3.000 kr. afsláttur af gjaldi annars, þriðja og fleiri systkina. Þetta tilboð er ætlað börnum og unglingum.
SKRÁNING