Almennt frönskunámskeið fyrir byrjendur – Byrjunarstig 1
Nemendur í A1.1 læra undirstöðuþætti í frönsku: að kynna sig og aðra, að biðja um upplýsingar og veita upplýsingar, að tala um áhugamál sín o.s.fv. Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa aldrei lært frönsku áður.
Námskeiðið fer fram í tvo klukkutíma einu sinni í hverri viku.
(32 klst.)
Staðnám með fjarkennsku í beinni útsendingu
Býrð þú fyrir utan höfuðborgarsvæðið? Ertu oft á ferðalagi? Er óveður? Viltu frekar læra heima? Í dag skiptir sveigjanleiki í námi miklu máli. Við bjóðum nú upp á nýja lausn sem gefur nemendum kost á að taka þátt í frönskunámskeiði hvar sem þeir eru. Nemendur geta nú valið á milli tveggja valkosta fyrir hvern tíma í námskeiðinu: að læra á staðnum eða að vera í fjarkennslu í beinni. Frekari upplýsingar hér.
Kennsluefni
-
- Kennslubók: L’Atelier A1 lesbók og æfingabók (kaflar 0, 1 og 2)
- Bækurnar eru ekki innifaldar.
- L’Atelier A1 er notuð fyrir allar þrjár annirnar sem tekur að klára A1.
- Hægt er að kaupa þær hjá okkur (lesbók: 4.500 kr. / æfingabók: 3.000 kr.)
- Hægt er að fá bækurnar með bréfpósti með aukagjaldi (vinsamlegast hafðu samband ef þú vilt fá þær sendar)
- Skriffæri (staðnám)
- Tölva, gott netsamband, heyrnatól með innbyggðan hljóðnema er kostur (fjarkennsla í beinni)
- Kennslubók: L’Atelier A1 lesbók og æfingabók (kaflar 0, 1 og 2)
Frestun og viðurkenning
- Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annarinnar.
- Nemendurnir fá viðurkenningu í lok annarinnar ef þeir hafa mætt að minnsta kosti 70% á námskeiðið.
Styrkir til náms og greiðslur
-
- Mundu að athuga með námsskeiðsstyrki hjá stéttarfélaginu þínu eða hjá Vinnumálastofnun.
- Hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða í heimabanka.