Universal Language

eftir Matthew Rankin

Tegund: Drama, Comedy
Tungumál: Persneska með enskum texta
2024, 89 mín.

Aðalhlutverk: Matthew Rankin, Ila Firouzabadi, Pirouz Nemati, Rojina Esmaeili

Hinn innilokaði Matthew yfirgefur Montreal til að heimsækja veika móður sína og snýr aftur til heimabæjar síns, Winnipeg. En í þessari kaldhæðnu og absúrdísku kanadísku gamanmynd virðist eins og tími og rúm hafi snúist á hvolf: á einhvern undarlegan hátt tala allir í þessari einangruðu kanadísku stórborg tungumálið farsi. Og eins og í kvikmynd eftir Kiarostami fara tvö börn í leit að einhverju dularfullu sem Matthew sjálfur flækist í.

Myndin er bæði kærleiksóður til íranskra menningarheima og hugleiðing um hið undarlega landfræðilega og andlega rými sem er hið óskilgreinda Kanada.

Absúrd gamanmynd sem sló í gegn á kvikmyndahátíðinni Cannes 2024. 

SÝNINGARTÍMAR OG MIÐASALA
TIL BAKA