Sýning myndarinnar „FEU“ eftir Lucas Allain
Sýning á kvikmyndinni „FEU“ (Eldur) eftir Lucas Allain að leikstjóra viðstöddum. Myndin er framleidd af Arte.
Leikstjórinn Lucas Allain mun kynna mynd sína „FEU“ sem er tekin upp að miklu leyti á Íslandi. Myndin er sú fyrsta í röð seríu sem heitir „Terres de légendes“ og er um frumefnin fjögur.
Að lokinni sýningu verður hægt að ræða við leikstjórann og léttvínsglas verður í boði.
Um myndina
Til eru staðir á jörðinni sem líkjast frekar öðrum heimum! Þessi jarðfræðilegu undur hafa ætíð fangað huga mannsins og verið uppspretta ótal sagna. Í dag reyna vísindamenn og sögumenn að vinna í sameiningu að því að segja frá því hvernig frumefnin fjögur úr forni heimspeki hafa mótað sögu þessa einstöku staða.
Frekari upplýsingar
-
- Öll velkomin
- Staðsetning: Alliance Française í Reykjavík, Tryggvagötu 8.
- Léttvínsglas í boði.
- föstudaginn 20. september 2024 kl. 18