Jack and the Cuckoo-Clock Heart

eftir Stéphane Berla, Mathias Malzieu

Tegund: Animation, Romance, Adventure, Drama, Fantasy
Tungumál: Franska með enskum texta
2014, 94 mín.

Aðalhlutverk: Mathias Malzieu, Olivia Ruiz, Grand Corps Malade

Jack fæddist árið 1874 í Skotlandi á kaldasta degi ársins. Vegna þessa fimbulkulda hætti hjarta hans að slá. Ljósmóðirin í Edinborg bjargar honum með því að setja klukku í stað hjarta og hann fær að búa hjá henni og hún hugsar um hann. En hann má ekki verða reiður eða spenntur því að þá gæti líf hans verið í hættu ef klukkan bilar. Og hvað þá að verða ástfanginn!

Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Mathias Malzieu.

SÝNINGARTÍMAR OG MIÐASALA
TIL BAKA