Frönsk málfræði í gegnum leik
Þessi vinnustofa er ætlað nemendum á A2+ stigi sem vilja styrkja færni sína í franskri málfræði á skemmtilegan hátt. Með fjölbreyttum og gagnvirkum leikjum fá þátttakendur tækifæri til að uppgötva og æfa mikilvægar setningagerðir á náttúrulegan og áhugaverðan hátt.
Námskeiðið fer fram í tvo klukkutíma einu sinni í hverri viku.
7 vikur af námskeiðum (14 klst.)
Vinnstofa ætluð nemendum á millistigi.
Markmið
-
- Dýpka skilning á algengum tíðum (passé composé, imparfait, futur simple).
- Æfa notkun fornafna (COD, COI, einföld tilvísunarfornöfn).
- Bæta uppbyggingu flókinna setninga í töluðu og rituðu máli.
Kennsluefni
- Skriffæri (staðnám)
Frestun og viðurkenning
- Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annarinnar.
- Nemendurnir fá viðurkenningu í lok annarinnar ef þeir hafa mætt að minnsta kosti 70% á námskeiðið.
Styrkir til náms og greiðslur
-
- Mundu að athuga með námsskeiðsstyrki hjá stéttarfélaginu þínu eða hjá Vinnumálastofnun.
- Hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða í heimabanka.