Frönskunámskeiðin eru skipulögð samkvæmt hinum sex stigum CECRL (Evrópski viðmiðunarramminn fyrir tungumálakunnáttu), frá byrjendastigi (A1) upp á efsta stig (C2). Þau gera nemendum kleift að öðlast, rifja upp og festa í sessi hin fjögur hæfnistig tungumálsins: Ritun og lesskilning, munnlega tjáningu og skilning á töluðu máli. Kennsluaðferðirnar gera ráð fyrir virkni og þátttöku og eru fjölbreyttar. Tvenns konar fyrirkomulag er í boði: tvisvar sinnum 2 klukkustundir í viku eða einu sinni 2 klukkustundir í viku.

Til að skrá sig, smella á það stig sem óskað er eftir.

Byrjendur skulu skrá sig á stig A1.1.

Nemendur sem hafa einhverja kunnáttu í frönsku taka stöðupróf í frönsku og í framhaldi skrá sig á það stig sem mælt er með.

logo bimodal rouge

Býrð þú fyrir utan höfuðborgarsvæðið? Ertu oft á ferðalagi? Er óveður? Viltu frekar læra heima?

Í dag skiptir sveigjanleiki í námi miklu máli. Við bjóðum nú upp á nýja lausn sem gefur nemendum kost á að taka þátt í frönskunámskeiði hvar sem þeir eru. Nemendur geta nú valið á milli tveggja valkosta fyrir hvern tíma í námskeiðinu: að læra á staðnum eða að vera í fjarkennslu í beinni.

Frekari upplýsingar

Að uppgötva frönsku

Fyrstu kynni af tungumálinu

Nemendur geti skilið og notað almennar og einfaldar setningar um daglegt lif til að geta bjargað sér í einföldum aðstæðum. Þeir geti kynnt sig, kynnt aðra og spurt spurninga til baka (t.d. að spyrja hvar einhver býr, um vini einhvers, um eigur fólks o.s.fv.). Nemendurnir geti líka svarað þessum spurningum. Þeir geti tekið þátt í einföldum samræðum ef hinn aðilinn er reiðubúinn að endurtaka eða umorða hluti hægt og hjálpa þeim að koma orðum að því sem þeir eru að reyna að segja.