Alliance Française í Reykjavík, franska sendiráðið á Íslandi og Bíó Paradís kynna tuttugustu og sjötta frönsku kvikmyndahátíðina sem verður haldin frá 23. janúar til og með 1. febrúar 2026 í Bíó Paradís.

Franska kvikmyndahátíðin er komin aftur.

Hátíðin er haldin í 26. sinn af franska sendiráðinu á Íslandi, Alliance Française í Reykjavík og Bíó Paradís og fer fram dagana 23. janúar til 1. febrúar. Á dagskrá eru 10 franskar kvikmyndir sem sýna fjölbreytileika í samtíma kvikmyndagerð í Frakklandi, með nokkrum sérstökum gestum: Isabelle Huppert, Marie Darrieussecq et Rodolphe Tissot.

25% afsláttur fyrir meðlimi Alliance Française í Reykjavík

Sala með afslætti verður bara í boði á staðnum í Bíó Paradís. Það verður að sýna gilt félagsskírteini við innkaupin.
Til þess að tryggja ykkur sæti, við mælum með að kaupa miða með afslætti með góðum fyrirvara.

Í Bíó Paradís

Sérstakir viðburðir

Viðburðir kvikmyndahátíðarinnar í ár:

  • 23. janúar kl. 18:15:Kvöldstund með Isabelle Huppert“. Sýning á The Richest Woman in the World eftir Thierry Klifa í viðurvist Isabelle Huppert.
  • 24. janúar kl. 19:30: Cine PubQuiz í umsjá Níels Girerd (Vínflöskum í boði Port9 og snyrtivörusýnishorn í boði).
  • 25. janúar kl. 15:00: Sýning á „Maya eftir Michel Gondry, síðdegishressing í boði franska sendiráðsins á Íslandi.
  • 31. janúar kl. 16:30: Sýning á „L’histoire de Souleymane í umsjá Dagskrárstjóraklúbbs Alliance Française í Reykjavík, undir forystu Margot, kennara við Alliance Française.
  • 31. janúar kl. 18:30:Kvöldstund með Marie Darrieussecq og Rodolphe Tissot sýning á Clèves, kvikmyndagerð. Upplestur úr bókinni Clèves í viðurvist höfundarins Marie Darrieussecq og leikstjórans Rodolphe Tissot. Vínsmökkun og franskar vörur í boði Très Très Bon og Port9.

Áhorfendur eftirtaldra sýninga geta unnið frábæra vinninga:

  • Laugardaginn 24. kl. 21 (Salur 1): The Piano Accident
  • Sunnudaginn 25. kl. 21 (Salur 1): The Richest Woman in the World
  • Þriðjudaginn 27. kl. 21 (Salur 2): The Little Sister
  • Miðvikudaginn 28. kl. 21 (Salur 1): The Great Arche
  • Laugardaginn 31. kl. 21 (Salur 1): The Stranger

Verðlaun í boði samstarfsaðila okkar Barnaskap, Claire Paugam, La Cuisine, Og Natura, Sóley Organics, Sweet Aurora, Nakano og La Boutique Design.

Bannière site internet
Bannière site internet