- október kl. 16.00 í Alliance Française í Reykjavík
Tónleikar og masterclass með Julie Trouvé, einnig þekkt sem Roukie,
handhafi Musique Islande sambúðardvalarstyrksins 2025*
Julie Trouvé, sem er búsett í Nantes og hefur sterkar rætur í dægurmenningu, einkum tölvuleikjum, notar hljóðheim þeirra sem innblástur í sköpun sína. Hún dregur áhrif frá listamönnum á borð við Flavien Berger, Caroline Polachek, Agnes Obel og Oklou, og notar nándina til að spyrja spurninga, grafa upp faldar tilfinningalegar minningar og umbreyta þeim í hljóð. Julie Trouvé skapar heim þar sem andrúmsríkir raddsamhljómar og ljóðræn textagerð blandast saman við hljómborðstóna og skýrt popprænan takt.
Hún mun segja frá skapandi ferli sínu og flytja fyrstu lög sín í Alliance Française
👉 https://youtu.be/hqNUhySNjKU?si=x2YU6IY5EqH9FWdL
* Listadvölin er samstarf á milli Reykjavík Music City, Nantes, Iceland Music, hafnar.haus, STEF og listahópsins Trempo í Nantes, franska sendiráðsins á Íslandi, Alliance Française í Reykjavík og ARDIAN.
Staðsetning og tímasetningar
-
-
📅 Dagsetning: fimmtudagur 30. október 2025, kl. 16
-
📍 Staðsetning: Alliance Francaise
-

