Spunaspil á frönsku

Þetta fransknámskeið fyrir fullorðna á A2+ stigi býður upp á leikandi og skemmtilega ímyndaða veröld þar sem hver þátttakandi leikur sinn eigin karakter og tekur virkan þátt í sameiginlegri sögu. Í hverri kennslustund ferðast nemendur um ævintýralegan heim fullan af verkefnum, ráðgátum, óvæntum uppákomum og sameiginlegum ákvörðunum.

Aðalmarkmið námskeiðsins er að efla munnlega tjáningu í lifandi og raunverulegum samskiptum með hjálp hlutverkaleikja: að ræða saman, sannfæra, vinna í hópi, lýsa, spyrja spurninga og finna lausnir. Nemendur leysa verkefni með því að nota frönsku sem aðal samskiptatæki.

Námskeiðið samþættir fjórar málfærni á náttúrulegan hátt:

  • Hlustun: hlusta á leiðbeiningar, samtöl, vísbendingar eða hljóðskráðar upplýsingar.

  • Lestur: lesa kort, skilaboð, skjöl, vísbendingar og lýsingar sem tengjast sögunni.

  • Munnlega tjáningu: vinna saman í hóp, taka ákvarðanir, leika sinn karakter, rökræða og semja.

  • Skriflega tjáningu: taka minnispunkta, fylla út „ævintýrabók“, skrifa stutt skilaboð eða lausnir ráðgata.

Hver kennslustund þróar söguþráðinn áfram og hjálpar nemendum að öðlast öryggi og lipurð í frönsku á meðan þeir skemmta sér. Aðferðin er lifandi, samvinnuþrungin og sniðin að A2+ stigi: aðgengilegt orðaforða, stýrt málfræðilegt stuðningsefni og sögusvið sem hvetur til virkri þátttöku.

Frábært námskeið fyrir þá sem vilja læra í gegnum leik, þora að tala meira og upplifa frönsku sem skapandi og gagnvirkt ævintýri.

    • Námskeiðið fer fram í tvo klukkutíma einu sinni í hverri viku.
    • 8 vikur (16 klst.)

Frestun og viðurkenning

  • Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annarinnar.
  • Nemendurnir fá viðurkenningu í lok annarinnar ef þeir hafa mætt að minnsta kosti 70% á námskeiðið.

Styrkir til náms og greiðslur

    • Mundu að athuga með námsskeiðsstyrki hjá stéttarfélaginu þínu eða hjá Vinnumálastofnun.
    • Hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða í heimabanka.
  • DAGSETNINGAR: frá 27. janúar til og með 7. apríl 2026
    tímar til að vinna upp 14. apríl 2026
  • TÍMASETNING: þriðjudaga kl. 18:15-20:15
  • ALMENNT VERÐ: 44.640 kr. (42.408 kr. fyrir 11 janúar 2026 með afsláttakóðanum: „EARLYBIRD“)
  • VERÐ MEÐ AFSLÆTTI*: 40.176 kr (afsláttakóði: „SPECIAL“)
    Þú verður beðin(n) um að framvísa skilríkjum (nemendaskírteini / eftirlaunaskírteini) í fyrsta tímanum.

    *skráningarskilmálar hér.

Skráning

Það er alveg mögulegt að greiða með millifærslu án gjalds. Í því tilviki vinsamlega sendið okkur tölvupóst (alliance@af.is) til að láta okkur vita.

essai1

Af hverju franska?

Vídeó, Röksemd
Cq9J1WfVUAAglhb

Stöðupróf

Hvernig á að skrá sig?
ONU6RW0

Gerast félagi

Bókasafn, Culturethèque
Education-OpportunitySmall

Próf

DELF-DALF, TCF
conditions-generales-vente-prestations-services-1024x341

Skilmálar

Almennir skilmálar