Alliance Française og Franska sendiráðið á Íslandi bjóða ykkur fimmtudaginn 15. nóvember kl. 15:00 í Alliance Française í Reykjavík til að hitta Hélène Hulak, sem mun kynna listverk sín. Í fylgd sýningastjórans, listakonunnar Claire Paugam, mun hún einnig ræða við gesti um sýninguna „Crying Pink“ sem stendur yfir í Skaftfell á Seyðisfirði. Kampavín verður í boði.
Með því að afbyggja kvenlegar staðalímyndir byrjar bleiki liturinn að gráta, því kynjastaðalímyndir hafa kennt okkur að tár eru eingöngu eign kvenleikans. En þegar litur grætur verður hann jafn fljótandi og kynið sjálft.
Grátbleikur er samsýning sem kannar kynjaða táknfræði bleika litarins. Sýningin er sýnd af Claire Paugam í Listamiðstöðinni Skaftfell á Seyðisfirði og færir saman listamennina Dýrfinnu Benitu Basalan (ís), Hélène Hulak (fr) og dragdrottninguna Gógó Starr (ís), sem skoða feðraveldistákn og dægurmenningu með gagnrýnu og leikandi auga.
Þennan laugardag munu sýningarstjórinn Claire Paugam og listakonan Hélène Hulak kynna sýninguna Grátbleikt, og þá sérstaklega verk Hélène.
Grátbleikur opnaði föstudaginn 7. nóvember og er til sýnis til 12. desember.
Staðsetning og tímasetningar
-
-
📅 Dagsetningar: 15. nóvember 2025 kl.15
-
📍 Staðsetning: Alliance Francaise
-

