OPIÐ HÚS OG OPNUN SKRÁNINGA Á FRÖNSKUNÁMSKEIÐIN OG NÝJU SÉRNÁMSKEIÐIN FYRIR VORÖNN 2017 (KL. 11-15)

Laugardaginn 10. desember 2016 verður opið hús hjá Alliance française kl. 11-15. Það verður kynning og hægt er að hitta kennarana okkar og framkvæmdateymið. Þátttakendur geta prófað ókeypis örnámskeið, tekið frítt stöðupróf, fengið upplýsingar varðandi almennu námskeiðin og sérnámskeiðin fyrir vorönn 2017 (janúar til apríl), skráð sig með afslætti (early bird), skoðað bókasafnið og orðið meðlimir félagsins. Það verður líka kynning á viðurkenndum DELF-DALF prófum.

Dagskrá

  • kl. 11:00 – 11:30 : Kynning og örnámskeið með henni Clara
  • kl. 12:00 : Vín og snarl í boði
  • kl. 12:00 – 12:30 : Kynning og örnámskeið með Bergrós
  • kl. 13:30 – 14:00 : Kynning og örnámskeið með Marc
  • kl. 14:00 – 14:30 : Kynning og örnámskeið með Benjamin

Stöðuprófin, skráningarnar og kynningarnar á DELF-DALF prófum verða allan viðburðinn.