Í tilefni af hátíð franskrar tungu býður Dominique Plédel Jónsson upp á vínsmökkunarnámskeiðið „Ferðalag um vínekrur Frakklands“. Á þessu námskeiði uppgötva nemendur frönsk vín (hvítvín, rósavín og rauðvín) og sérkenni þeirra. Þetta námskeið er líka ætlað þeim sem vilja uppgötva frönsku vínekrurnar.

Veitingar sem fara vel með vínunum verða í boði.

 

Námskeiðið verður í frönsku (hægt er að þýða á íslensku ef þörf er á).

Fimmtudagur 15. mars kl. 19-21.

 

Verðskrá:

  • Fyrir meðlimi Alliance Française í Reykjavík – 4.500 kr.
  • Almennt verð – 5.000 kr.

Staðgreiðist fyrirfram með millifærslu.