Þessu námskeiði „Saveurs francophones” er ætlað til að bæta við kunnáttu í frönsku með því að undirbúa og borða holla og góða rétti frá frönskumælandi löndum: Marokkó og Víetnam.
Einnig uppgötva nemendur sérkenni varðandi frönsku í þessum löndum.
Aðalmarkmið námskeiðsins er að bæta við kunnáttu sína í franskri menningu í gegnum frönsku matargerðina og með því að æfa sig í talmáli á frönsku. Orðaforði uppskriftanna verður kynntur í byrjun hvers tíma.
Námskeiðið verður sértaklega kennt í talmáli.
Markmið:
- að uppgötva matargerðina í Frakklandi.
- að bæta við sig orðaforða tengdum við franska matargerð.
- að styrkja kunnáttu sína í frönsku, sértaklega í talmáli.
Stig A2-B1
Hvort námskeið tekur tvo tíma.
Það þarf að minnsta kosti fjóra nemendur til að opna námskeiðið.
Hámark: 6 nemendur.
Verðskrá:
- 6.000 kr fyrir eitt skipti.
- 10.000 kr. fyrir tvö skipti.
Dagsetningar:
- 12. mars kl. 19-21.
- 19. mars kl. 19-21.
Hráefnin eru innifalin í gjaldinu.