Sólveigar Anspach kvöldið – fimmtudagur 30. janúar kl. 17:50

Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík efndu til Sólveigar Anspach verðlaunanna með stuðningi Reykjavíkurborgar, Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og kvikmyndaframleiðandans Zik Zak. Tilgangurinn var að heiðra minningu Sólveigar Anspach og hvetja ungar konur til dáða í kvikmyndaleikstjórn. Verðlaunin eru veitt konum fyrir fyrstu stuttmynd þeirra á frönsku eða íslensku, tungumálunum hennar Sólveigar. Þetta er…

Glæpamyndakvöld „Morðinginn býr í númer 21“ og „Forynjurnar“ – sunnudagur 26. janúar kl. 18

Franska kvikmyndahátíðin kynnir: Glæpakvöld í Bíó Paradís! Við bjóðum upp á tvær frábærar kvikmyndir úr smiðju Henri-Georges Clouzot þar sem dulúð og spenna ráða ríkjum! Þetta glæpakvöld verður í boði í samstarfi við Institut Français. Myndirnar verða sýndar á frönsku með enskum texta. Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur er sérlegur kynnir kvöldsins.   Morðinginn býr í númer…

20 ára afmæliskvöld „Amélie“ – laugardagur 25. janúar kl. 20

20 ára afmælissýning Myndin er klassísk perla í franskri kvikmyndagerð en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin 2001 og hlaut meðal annars Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, BAFTA‐ og César‐ verðlaunin. 20 ára afmælissýning Frönsku kvikmyndahátíðarinnar laugardagskvöldið 25. janúar kl 20:00. Sýnd með íslenskum texta í sal 1 Sýnd með enskum texta í sal 2

Ég ákæri – Roman Polanski

Ég ákæri eftir Roman Polanski Drama með enskum texta. 2019, 132 mín. Leikarar: Jean Dujardin, Louis Garrel, Emmanuelle Seigner. Árið 1894 var Alfred Dreyfus, liðsforingi af gyðingaættum í franska hernum, dæmdur til ævilangrar útlegðar fyrir að hafa látið Þýskalandi í té leyniskjöl. Marie-Georges Picquart undirofursti kemst að því að það var ekki Dreyfus sem stóð…

Mynd af brennandi stúlku – Céline Sciamma

Mynd af brennandi stúlku eftir Céline Sciamma Drama, Saga, Rómantík með íslenskum eða enskum texta. 2019, 122 mín. Leikarar: Noémie Merlant, Adèle Haenel, Luàna Bajrami. Hin unga listakona Marianne er ráðin í verkefni að mála portrett af Héloïse, tilvonandi brúður ríkrar fjölskyldu, sem hefur ítrekað neitað að sitja fyrir því hún neitar að giftast manninum…

Fagra veröld – Nicolas Bedos

Fagra veröld eftir Nicolas Bedos Gamanmynd, Drama með íslenskum eða enskum texta. 2019, 116 mín. Leikarar: Daniel Auteuil, Guillaume Canet, Doria Tillier, Fanny Ardant, Pierre Arditi. Stórkostleg rómantísk gamanmynd sem fjallar um Daniel, sem gefið er tækifæri á því að endurlifa fortíð sína í þeim tilgangi að bjarga hjónabandinu. Vönduð dramatísk kvikmynd sem endurspeglar ástina,…

Kanadakvöldið – sunnudagur 17. febrúar kl. 16

Sendiráðið Kanada á Íslandi býður upp á Kanadakvöldið sunnudaginn 17. febrúar kl. 16 í Háskólabíói. Sýning bíómyndarinnar „Fall Bandaríkjaveldis“ Spurningar og svör í viðurvist Pierre Curzi. Pierre Curzi ræðir við áhorfendur og svarar spurningum í lok sýningar. Í framhaldinu verður boðið upp á léttar veitingar. Ókeypis aðgangur í boði sendiráðs Kanada á Íslandi. Fall Bandaríkjaveldis Mynd frá…